Jarðarberjaostatertan hans Alberts

Albert Eiríksson, matgæðingur og meistarabloggari með meiru.
Albert Eiríksson, matgæðingur og meistarabloggari með meiru. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þessi kaka er sögð sérlega fersk og gómsæt sem er akkúrat það sem við viljum. Hún kemur úr smiðju Alberts Eiríkssonar sem fullyrðir að hún sé jafnheppileg sem eftirrétur og kaffimeðlæti. Hann segir jafnframt að auðvelt sé að minnka sykurmagnið verulega en upphaflega hafi uppskriftin innihaldið bláber í stað jarðarberja.

„Upphaflega uppskriftin var með bláberjum í stað jarðarberja og heilum bolla af sykri. Verum vakandi, ekki bara varðandi sykurinn heldur líka annað sem við látum inn fyrir okkar varir.

Best finnst mér að útbúa jarðarberjafyllinguna og smakka hana til áður en hún fer yfir botninn. Jarðarber eru missæt – þess vegna er enginn sykur gefinn upp í uppskriftinni að fyllingunni,“ segir Albert og bætir við að gott sé að hafa mascarpone við stofuhita, þá fari hann síður í kekki.

<b>Jarðarberjaostaterta</b>

Botn:

  • 120 g smjör, lint
  • 2/3 dl dökkur púðursykur
  • 2 dl hveiti
  • 2 dl möndluflögur
  • 2 msk. góð matarolía
  • 1/2 tsk. salt.
  • Hrærið saman smjöri, púðursykri, hveiti, möndluflögum, matarolíu og salti. Setjið í ca. 20 cm form og bakið við 175 C í 12-14 mín. Látið kólna í forminu.
  • Fylling:
  • 1 ds mascarpone (við stofuhita)
  • 1 tsk. vanilla
  • 1 peli rjómi – þeyttur
  • 2 b. fersk íslensk jarðarber, skorin í fernt

Skraut:

  • 1 b. fersk jarðarber
  • 40 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

  1. Þeytið mascarpone og vanillu í hrærivél. Bætið þeyttum rjóma og blandið vel saman. Setjið jarðarberin allra síðast og hrærið smá stund. Sykrið ef ykkur finnst þurfa.
  2. Setjið botninn á tertudisk og hringinn aftur utan um hann.
  3. Setjið fyllinguna á botninn. 
  4. Skraut: Skerið jarðarberin í tvennt og setjið ofan á fyllinguna. Bræðið súkkulaðið í í vatnsbaði og setjið í plastpoka. Stingið gat á pokann með nál og sprautið yfir jarðarberin.
  5. Geymið í ísskáp í a.m.k. klst. Losið hringinn frá með hnífi rétt áður en tertan er borin á borð.
Jarðarberjaostakakan er sérlega girnileg.
Jarðarberjaostakakan er sérlega girnileg. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert