Hér er komin uppskrift að einum vinsælasta áramótarétti landsins. Nautalund Wellington að hætti Jóns Arnar, matreiðslumanns hjá Kjötkompaníi.
Nautalund Wellington
Hráefni:
1,4 kg nautalund
smjördeig
olía (til steikingar)
1.000 g sveppir, saxaðir
3 dl saxaður skalottlaukur
250 ml púrtvín
sjávarsalt og nýmalaður pipar
2 egg (til penslunar)
3 msk. ólívuolía
1 stk. hvítlauksgeiri
6 sneiðar skinka
einn stilkur ferskt timjan
½ til 1 dl ljóst rasp
Aðferð:
Byrjið á því að steikja sveppina á pönnu í 3-4 minútur, setjið þá laukinn og hvítlaukinn saman við og steikið áfram í nokkrar mínútur, hellið þá púrtvíni á pönnuna og sjóðið vel niður, að lokum bætið raspi saman við og kryddið til, kælið síðan.
Steikið nautalundina vel á öllum hliðum, kryddið með sjávarsalti og nýmöluðum pipar og kælið.
Takið smjördeigið og fletjið það út í hæfilega þykkt, smyrjið sveppamauki á miðju deigsins og leggið lundina ofan á, setjið einnig sveppamauk ofan á lundina og pakkið síðan lundinni inn í deigið, penslið samskeyti með eggjum.
Penslið allt deigið með eggjum og bakið í ofni við 190–200 °c í 20–30 mín. eða með kjarnhitamæli í 52° í kjarna. Látið síðan standa í ca 10 mínútur áður en skorið er.