Vill barnið ekki borða fisk?

Bleikur fiskur er mun betri en hvítur að sögn smáfólksins. …
Bleikur fiskur er mun betri en hvítur að sögn smáfólksins. Íslenskar regnbogagulrætur eru dúndur með. mbl.is/TM

Dóttir mín er mikill fiskhákur en fannst á tíma að fiskur væri góður en ekki spennandi og fór að hafa mun minni áhuga á því hnossgæti sem íslenski fiskurinn er. Þá brá ég á það ráð að kaupa náttúrulega matarliti og setja nokkra dropa út í pottinn. Það er merkilegt, bleikur, blár og fjólublár fiskur er mun meira spennandi. Það sama á við um blómkál. Við köllum þetta regnbogafisk og hér er hann alltaf borðaður upp til agna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka