Dúndur borgari einkaþjálfarans

Alda er sniðug í eldhúsinu og finnru leiðir til að …
Alda er sniðug í eldhúsinu og finnru leiðir til að borða hollt en gefur ekkert eftir í gæðum og bragði. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Alda María Ingadóttir, íþróttafræðingur og þjálfari í Hreyfingu, er orkumikil og jákvæð fyrir nýju ári. Alda kennir einnig hiphop dans og eldri borgurum stóla- og vatnsleikfimi en hún hættir ekki þar því hún er einnig öflug í eldhúsinu og deilir hér girnilegum uppskriftum í hollari kantinum sem gott er að styðjast við nú í janúar þegar margir ákveða að byrja árið með bættum lífsstíl.

Spurð um gott ráð til að hjálpa fólki að borða betur segir Alda „Grænmeti með hádegis- og kvöldmat, ekki verra að hafa það í millimálum líka. Það má alveg fela það í réttunum, þarf ekki endilega að vera hálfur diskur af salati. Annars er alltaf best að meta hversu mikla næringu hver máltíð mun gefa manni, velja betri kostinn næringarlega og skammtalega.“

Fyrir þá sem vilja fylgjast með Öldu má finna hana á samfélagsmiðlum undir aldawellness.

Alda notar sætkartöfluskífur í stað brauðs.
Alda notar sætkartöfluskífur í stað brauðs. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Sætkartöflu-borgari 4 stk

Kartöfluskífur

1-2 stórar sætar kartöflur
0,5 dl ólífuolía
1 tsk hvítlauksduft
¼ tsk svartur pipar
1/3 tsk gróft salt

Borgarar

500 gr hakk
½ -1 tsk hvítlauksduft
½ tsk gróft salt
½ tsk grófur pipar
1 egg

Á milli

Hvítlauks aioli sósa (til dæmis frá Gestus)
Klettasalat
Grænmeti að vild (agúrka, tómatur, paprika, steiktir sveppir)

Kartöfluskífur:

Blandið olíunni og kryddinu saman. Hitið pönnu á háum hita.

Skerið niður stóra sæta kartöflu í átta eins cm þykkar sneiðar og penslið dressingunni á b áðar hliðar. Kartöflurnar eru steiktar á hvorri hlið í 5-10 mínútur. Hægt er að steikja þær allan tímann á pönnu, setja þær á grill eða í ofn. Gott er að setja þær á grill eða pönnu til að fá stökkari áferð að utan.

Borgarar:

Blandið hakkinu og kryddunum saman í skal. Hrærið eggið saman og hella því út í hakkið. Hnoðið vel saman og skiptið svo í 4 hluta. Blöndunni er hnoðað saman í kúlur og þær flattar út með lófunum eða hamborgarapressu. Borgararnir eru steiktir á pönnu eða grilli eftir smekk. Varist að ofsteikja, gott er að hafa borgarann léttbleikan í miðjunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert