Það þrá margir mjúka lendingu eftir öfgarnar sem desembersukkið og janúarkúrarnir kalla eftir. Hér er kominn kokteill sem tilvalið er að skella í í kvöld og skála fyrir gyllta meðalveginum.
Kokteilinn kalla ég Vesturbæinginn því hann er mín útgáfa af Hvít-Rússa (Whit Russian) og virðist leka einstaklega vel ofan í Vesturbæinga.
Rjómaleginn Vesturbæingur
1 faldur Kahlua-kaffilíkjör
1 faldur viskí (ég notaði Monkey Shoulder því það hefur hunangs- og vanillukeim)
1 faldur ósæt möndlumjólk
1 faldur rjómi
Hristið saman með klaka og toppið með döðlusírópi. Sæll og bless hvað þetta er gott!