Þegar ég býð vinkonunum í mat eða drykk finnst mér gaman að prófa nýja kokteila til að vera ekki alltaf að lepja sama sullið. Hvar er flippið í því? Þennan kokteil bauð ég upp á í síðustu veislu við miklar og góðar undirtektir. Granateplasírópið er dúndur og passar líka vel í ýmsa eftirrétti, yfir pavlovur, ís eða bara út á lífið!
Granateplamartíní Tobbu
1 faldur vodki
1 faldur granatsíróp
1 faldur Íslandus bláberjasafi með kryddum (fæst í Búrinu. Ef þú getur ekki nálgast þetta guðdómlega glundur er hægt að notast við súperberjasafa).
Toppað með límónusódavatni.
Hristið allt nema sódavatnið saman með klaka og hellið í martíniglas ásamt klaka og nokkrum granateplakjörnum. Toppið með sódavatni.
Granatepla- og kampavínssíróp
2 dl ljós hrásykur
1 dl vatn
1 dl Veuve Clicquot Rose – jarðaberjatónað kampavín (það má komast af með Prosecco)
1 dl granateplakjarnar (helst vel rauðir)
Sjóðið niður uns verður að þykku sírópi.