Hver er ekki sjúkur í salthnetur, ritzkex og allt það! Hægt er að fara nokkrar leiðir með þessa köku. Það er vissulega hægt að setja deigið í tvö hefðbundin kökuform en það má líka setja hana í skúffu, skera í bita og frysta líkt og fólk gerir með sörurnar. Hún er ferlega góð með ístertu ef þú ætlar að gera alveg sérdeilis vel við þig.
Hátíðleg Baby Ruth-terta
Botn
Stífþeytið saman eggjahvítur og sykur. Þegar blandan er orðin létt og áferðarfalleg er lyftidufti, vanilludropum, salthnetum og ritzkexi bætt út í og þeytt þar til deigið er orðin fallegt.
Setjið deigið í tvö bökunarform með bökunarpappír. Bakið botnana í 20 mínútur við 180 gráður.
Krem
Setjið súkkulaði og smjör í pott og bræðið saman. Þeytið eggjarauðurnar vel og vandlega og bætið flórsykrinum út í. Þegar súkkulaðibráðin er tilbúin og búin að kólna örlítið er henni bætt út í eggja- og flórsykurshræruna.