Súkkulaðibaka með heimagerðri nutella-fyllingu

Grenjaðu ofan í disk­inn hvað þetta er tryllt! Tert­una má einnig frysta og eiga til dimmu dag­anna. Ég frysti hana í sneiðum og stelst svo í eina sneið, tvær skeiðar og kannski kaffi­bolla handa okk­ur Kalla á dimm­um kvöld­um. Guðdóm­legt!

Ef ég er með gesti ber ég fram fersk ber og ama­rettór­jóma með tert­unni. Þá set ég slurk af ama­rettó út í þeytt­an rjóma. 

Súkkulaðibaka með heimagerðri nutella-fyllingu

Vista Prenta

Botn:
3 msk kó­kosol­ía eða smjör
12 fersk­ar döðlur, stein­hreinsaðar
200 g möndl­ur 
salt á hnífsoddi

Súkkulaðifyll­ing:
250 g kó­kosrjómi (þykki hlut­inn í dós­inni)
2 msk kó­kos­vatn (þunni hlut­inn)
125 g hesli­hnetu­smjör (kost­ar sitt en er virki­lega gott)
125 g fersk­ar döðlur
50 hreint kakó
¼ tsk salt
1 tsk vanillu­drop­ar eða duft

Botn:
Setjið möndl­urn­ar í mat­vinnslu­vél og malið gróft. Bætið döðlum og kó­kosol­íu út í. Þrýstið deig­inu ofan í smellu- eða sí­lí­kon­mót og upp á barm­ana. Ég notaði 23 cm mót. 

Stillið ofn­inn á 160 gráður og bakið botn­inn í 20 mín­út­ur.

Kælið botn­inn.

Fyll­ing:
Setjið allt í mat­vinnslu­vél. Best er að byrja á döðlum og kó­kos­vatni. Bætið svo öllu sam­an við og látið vél­ina ganga uns fyll­ing­in verður kekkjalaus. 
Setjið fyll­ing­una í skel­ina og kælið í 2-3 tíma. 

Ég skreytti tert­una með smá kó­kosrjóma til að fá hana tví­lita að ofan. Gott er að bera fram fersk ber og ama­rettó-rjóma með tert­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert