Það má færa sannfærandi rök fyrir því að þetta sé með betri uppskriftum sem við höfum birt á Matarvefnum enda kokkar flestum flinkari þegar kemur að matargerð. Það er yfirkokkurinn á RIO, Aníta Ösp Ingólfsdóttir, sem á heiðurinn að þessum rétti sem hún tileinkar öllum sous vide heimakokkum landsins.
Lax er frábært hráefni og þessi uppskrift er skemmtilega suður amerísk eins og við má búast frá Anítu.
Lax í sous vide
Hunangi og limesafa blandað saman. Laxinn settur í vaccumpoka með sirka 2 msk af hunangs og lime dressingunni. Pokanum lokað.
Sous vide græjan stillt á 56°C og laxinn eldaður þar í 8 mínútur, hann á að vera létt eldaður eftir þann tíma, en auðvitað má hafa hann lengur í vatninu ef fólk kýs að hafa hann meira eldaðann.
Mér finnst best að bera hann fram með ananas salsa og kartöflumús stútfullri af parmesan osti.
Ananas salsa
Ananas, rauðlaukur, kóríander, graslaukur og chili allt saman skorið smátt og blandað saman. Börkurinn af limeinu er zestaður af (rifinn af með rifjárni) og bætt út í. Síðan er limeið skorið og safinn kristur út í allt gúmmelaðið, smakkað til með salti og pipar.