Suðrænn og seiðandi kokteill sem yljar

Aníta ösp ingólfsdóttir
Aníta ösp ingólfsdóttir Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon

Kokteilar eru listgrein út af fyrir sig og vel heppnaður kokteill getur ýmsu bjargað svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er Aníta Ösp Ingólfsdóttir, yfirkokkur á RIO, sem á þessa uppskrift skuldlaust og við elskum hann. Það er dálítið mikið sumar í honum sem er eiginlega bara vel við hæfi.

Coco de lima

  • 2-faldur (6 cl) ljóst romm
  • 1-faldur (3 cl) limesafi
  • 1-faldur (3 cl) limesíróp
  • 2-faldur (5 cl) kókosvatn
  • frosinn ananas
  • brennd limesneið

Aðferð:

  1. Fyrsta skrefið við þennan kokteil er að skera ananas í langar ræmur og skella í frost, hann verður notaður sem klakinn í kokteilinn að lokum.
  2. Limesneiðarnar er bæði hægt að brenna með creme brulée-gasbrennara eða á sjóðheitri þurri pönnu.
  3. Síðan er öllum innihaldsefnum skellt í kokteilhristara með klaka, hrist allhressilega með bros á vör og síðan sigtað í fallegt kokteilglas, kokteilinn er síðan skreyttur með brenndu limesneiðinni og frosni ananasinn notaður til að halda drykknum köldum, já eða einfaldlega til að narta í.

Limesíróp

  • 250 ml vatn
  • 250 g sykur
  • 2 x limebörkur

Limesíróp er búið þannig til að börkur af 2 lime er settur í vatn og soðið upp á því, látið sjóða í 90 sek., þá er vatnið sigtað frá. Settu þá börkinn í 250 ml af vatni og 250 ml af sykri, hitað upp að suðu, síðan sett í blandara. Börkurinn er að lokum sigtaður frá og eftir verður þetta dýrindis síróp.

Það er ekkert að þessum drykk.
Það er ekkert að þessum drykk. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka