Besta hnetusteik norðan Alpafjalla

Aníta Ösp Ingólfsdóttir.
Aníta Ösp Ingólfsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hnetusteikur eru mikið lostæti og þessi uppskrift kemur úr smiðju Anítu Aspar Ingólfsdóttur, yfirmatreiðslumeistara á RIO, sem þykir afburðarflink á sínu sviði.

Þetta er því ein af þessum skotheldu uppskriftum sem ætti engan að svíkja.

Njótið vel!

Hnetusteik

  • 2 stk. laukur meðalstór – fínt skorinn
  • 300 gr. sveppir
  • 1 stk. rautt chili – fínt skorið
  • 2 msk. engifer – fínt skorið
  • 150 gr. gulrætur
  • 200 gr. heslihnetur
  • 200 gr. möndur
  • 2 tsk. hvítlaukspipar
  • 1 tsk. timian
  • ½ tsk. cayenne
  • 1 stk. sítróna – zest (börkurinn)
  • 250 gr. brauð – gott er að nota brauð með sólþurrkuðum tómötum eða einhvers konar kryddum til að fá
  • extra bragð í steikina
  • 2 dl grænmetissoð (hægt að kaupa tilbúið eða einfaldlega nota vatn og grænmetistening/kraft)
  • Salt
  • Pipar

Aðferð:

  1. Byrjað er á því að rista hneturnar og möndlurnar, annaðhvort á þurri pönnu eða inni í ofni, þeim leyft að kólna aðeins síðan settar í matvinnsluvél og hakkaðar lítillega, gott er að hafa aðeins bit í hnetunum/möndlunum.
  2. Síðan er grænmetið skortið og steikt, mér finnst best að salta og pipra allt grænmeti um leið og ég steiki það ... lokaniðurstaðan verður einfaldlega meira og dýpra bragð í hnetusteikinni.
  3. Hitað er upp á grænmetissoðinu, brauðið skorið í litla bita og sett út í, brauðið á að leysast upp í soðinu þannig að það verður þykkt og hálfklístrað og verður þar af leiðandi bindingin í steikinni.
  4. Öllu saman er síðan blandað í skál, grænmetinu, hnetunum, möndlunum, brauðblöndunni, kryddum og sítrónu-zesti. Gott er að hræra öllu vel saman og bæta svo út í salti og pipar ef þarf.
  5. Mér finnst skemmtilegast að móta steikina í hring og velta henni síðan upp úr fræblöndu.
  6. Bæði er hægt að steikja hnetusteikina á pönnu eða einfaldlega hita hana í ofni.
Dásamlega bragðgóð.
Dásamlega bragðgóð. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert