Þóra Sigurðardóttir
Lífsstílsbreytingar geta tekið á og reynist sumum ofviða. Oft er best að gera breytingarnar rólega því þekkt er þegar fólk gefst upp eða „springur“.
Breytingar á lífsstíl eru nefnilega langhlaup sem þarf að nálgast með ákveðnu æðruleysi og einbeittum vilja. Undirrituð hefur í gegnum tíðina verið einn helsti hatursmaður hafragrautar enda var hann í minningunni lapþunnur bragðlaus vellingur sem minnti fremur á blautan klósettpappír en mat.
En stundum gerast kraftaverk og eitt slíkt hefur átt sér stað. Hafragrautur er nú orðinn minn uppáhaldsmatur og ég get sagt það án þess að blikna að ég kemst ekki í gegnum daginn án þess að fá mér skál.
Uppskriftin er svo einföld að örgustu eldhússkussar ráða við hana og því segi ég bara njótið vel!
Besti hafragrauturinn
Setjið hafrana, vatnið og salt í pott. Látið suðuna koma upp, lækkið undir og látið sjóða í nokkrar mínútur. Hrærið í reglulega. Grauturinn verður tilbúinn merkilega fljótt.
Þegar grauturinn er til skal setja hann í lekkera skál (bragðast betur þannig), sneiða bananann yfir og hella rjómanum út á.