Hin fullkomna kjúklingasúpa

Dásamleg súpa.
Dásamleg súpa. mbl.is/Bon Appetit
Stundum er fátt meira viðeigandi en heit og góð súpa sem er í senn matarmikil og einstaklega hressandi. Súpa sem kemur kvefinu úr manni á augabragði og mettar magann eins og best verður á kosið.
Hin fullkomna kjúklingasúpa
  • 2 msk. sykur
  • 3 sm engifer, skorið í þunna strimla
  • 400 gr. kjúklingalæri, beinlaus
  • 1,5 l kjúklingasoð
  • 3 smáir shallot-laukar, helmingaðir
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 3/4 bolli jasminhrísgrjón, skoluð
  • 2 msk. ferskur limesafi
  • 1 msk. fiskisósa (e. fish sauce)
  • sjávarsalt
  • 3 græn chili, skorin í sneiðar
  • 2 vorlaukar, skornir í sneiðar
  • 3 msk. saxaðar jarðhnetur, ósaltaðar og ristaðar
Aðferð:
  1. Setjið sykurinn og 1/2 bolla af heitu vatni saman í skál og leysið upp sykurinn. Bætið engifer saman við og látið kólna. Hellið vökvanum.
  2. Setjið kjúklinginn, soðið, shallot-laukinn og hvítlaukinn í stóra pönnu. Hækkið hitann og sjóðið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn eða í 20-25 mínútur. Setjið kjúklinginn og hvítlaukinn á skurðarbretti og látið kólna. Hendið shallot-lauknum. Maukið hvítlaukinn með hníf, setjið aftur út í pönnuna og hrærið vel saman við. Rífið kjúklinginn niður og leggið til hliðar.
  3. Látið suðuna koma upp á ný og bætið hrísgrjónunum saman við. Látið sjóða og hrærið reglulega í uns hrísgrjónin eru fullsoðin eða í 30-40 mínútur.
  4. Bætið þá limesafa, fiskisósu og kjúklingnum saman við og kryddið til með fiskisósu og salti ef þörf þykir.
  5. Setjið súpuna í skálar og skreytið með engifer, chili, vorlauk og jarðhnetum.

Heimild: Bon Appetit

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka