Hægeldaður sælgætislax fyrir öll tilefni

mbl.is/Bon Appetit

Þessi laxaréttur er merkilega margslunginn eins og hráefnalistinn gefur til kynna. Hann teygir anga sína víða en þegar upp er staðið er hann algjört ævintýri fyrir bragðlaukana.

Hægeldaður sælgætislax fyrir öll tilefni

  • 2 msk. extra-virgin ólíufuolía
  • 1 laukur, smátt skorinn
  • 1 lárviðarlauf
  • sjávarsalt
  • 1 bolli steinlausar ólífur, skornar í fernt
  • 1/4 bolli capers
  • 1/4 bolli rúsínur
  • 6 msk. dökkt romm
  • 2 msk. ferskur limesafi
  • 4 x 180-200 gr. laxabitar
  • ferskur svartur pipar
  • 4 msk. ferskt saxað kóríander
  • Limebátar
Aðferð:
  1. Hitið ofninn í 135 gráður. Hitið 2 msk. af olíu á stórri pönnu á miðlungshita. Setjið laukinn, lárviðarlaufið og ögn af salti á pönnuna og látið eldast. Hrærið reglulega í og lækkið hitann ef laukurinn er að brúnast of hratt. Þetta ætti að taka um 25-30 mínútur eða þar til laukurinn er orðinn gullinbrúnn.
  2. Setjið ólífurnar, capers, rúsínurnar og 2 msk. af vatni á pönnuna og eldið. Hrærið af og til í eða þar til ólífurnar eru orðnar mjúkar. Þetta ætti að taka um fjórar mínútur. Bætið þá rommi við og eldið þar til vökvinn hefur gufað upp eða í um fimm mínútur. Takið pönnuna af hitanum og bætið limesafanum saman við og 1 msk. af vatni. Ef þörf þykir skal bæta meira vatni við svo það verði sósubragur á blöndunni. Saltið.
  3. Kryddið laxinn með salti og pipar. Skerið niður fjórar meðalstórar arkir af bökunarpappír. Setjið fjórðung af sósunni á miðjan bökunarpappírinn, stráið kóríander yfir og gerið „gat“ í miðja sósuna fyrir einn laxabita. Sullið smá olíu yfir. Takið upp endana á bökunarpappírnum og lokið þannig að það verði eins og poki utan um laxinn. Setjið á ofngrind. Endurtakið með hina þrjá fiskbitana.
  4. Bakið í ofninum í 20-22 mínútur ef laxinn á að vera miðlungsvel steiktur (fer auðvitað líka eftir þykktinni). Takið úr ofninum og látið standa í tvær mínútur eða svo. Opnið pokann og sáldrið smá kóríander yfir. Berið fram með limebátunum til að kreysta yfir.
Uppskrift: Bon Appetit
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert