Sjúklega girnilegt rauðrófusalat með geitaosti

Rauðrófusalat með geitaosti.
Rauðrófusalat með geitaosti. Haraldur Jónasson/Hari

Geitaostur á salat er mögulega það dásamlegasta sem hægt er að gæða sér á og hér gefur að líta uppskrift að dásamlegu salati frá meisturunum í Mat og drykk sem ætti engan að svíkja.

Rauðrófusalat með geitaosti

Salatið

  • sýrðar rauðrófur
  • íslenskur geitaostur
  • perlulaukur
  • léttristaðar valhnetur

Blandið saman:

  • 720 g hunang
  • 600 g hvítvínsedik
  • 100 g sinnepsfræ
  • 300 g vatn

Soðið í átta mínútur. Kælt niður.

Salatið

  • sýrðar rauðrófur
  • íslenskur geitaostur
  • perlulaukur
  • léttristaðar valhnetur

Blandið saman:

  • 720 g hunang
  • 600 g hvítvínsedik
  • 100 g sinnepsfræ
  • 300 g vatn

Soðið í átta mínútur. Kælt niður.

1 kg af rauðrófum, soðnar eða bakaðar þar til mjúkar, rauðrófur skornar í teninga.

Rauðrófurnar ásamt ca. 300 g perlulauk (eða eftir smekk) sett saman í krukku ásamt blöndunni. Pikklað í ca. eina viku.

Rauðrófurnar og perlulaukur sett í skál, geitaosti og léttristuðu hnetunum sáldrað yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka