Einfaldur ítalskur kjúklingur í mozzarellabaði

Það er mjög gott að setja ferskt krydd yfir réttinn.
Það er mjög gott að setja ferskt krydd yfir réttinn. mbl.is/TM

Ostur, ostur, ostur, ostur, ostur ooo hvað ostur er góður. Bræddur, bakaður, stökkur, mjúkur, grillaður, steiktu ó ostur! Þessi kjúklingaréttur er í raun afsökun fyrir því að baka mikið af osti! Virkilega góður réttur sem er ekki síðri daginn eftir.

Ítalskur kjúklingaréttur með ostatrylling
Fyrir 4 

1 laukur
5 hvítlauksrif
Olía
4 kjúklingabringur (ef stórar þátaka í tvennt)
salt 
pipar
1 tsk cajun bbq krydd eða kjúklingakrydd
2 dósir hakkaðir tómatar 
4 msk tómatpúrra 
2 msk ítalskt krydd
1 msk basil (eða 1 dl fersk söxuð)
1 pakki/dolla ferskir smátómatar
2 msk furuhnetur
1 poki rifinn mozarella 

Meðlæti:
Klettasalat
Parmesan
Heilhveiti spaghetti 
Sítrónu olía

Saxið laukinn og mýkið (steikið) í steypujárnspotti upp úr olíu. Þegar laukurinn er farin að verða glær er hvítlauk bætt við. setjið kjúklinginn í poka með 1 msk af olíu, bbq cajun kryddi, salt og pipar og blandið vel. Setjið hann svo í pottinn og er hann brúnaður við nokkuð háan hita á hvorri hlið.

Hellið tómötunum, púrrunni og kryddunum saman við og látið malla í 10 mínútur. Hér má vel bæta við meira salti og pipar. Sirka 1/2 tsk af salti og 1/4 tsk af pipar. Ath ekki smakka til því kjúklingurinn er ekki fulleldaður. Bætið þá helmingnum af smátómötunum saman við og hellið osti yfir. Hellið furuhnetunum yfir og smellið inn í ofn á 180 gráður í 25-30 mínútur eftirþykkt kjúklingsins. 

Berið fram með klettasalati með sítrónuolíu og afgangnum af tómötunum og soðnu spaghetti - og auðvitað meiri osti! Rifinn parmesan ostur toppar lífið! 

Virkilega góður réttur sem er jafnvel betri daginn eftir.
Virkilega góður réttur sem er jafnvel betri daginn eftir. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka