Sous vide-uð súrsæt svínasíða

mbl.is/Bon Appetit

Hér kemur girnileg uppskrift að sous vide-aðri svínasíðu sem er í uppáhaldi hjá mörgum. Uppskriftin er ekki svo flókin en er engu að síður skemmtileg viðureignar.

Sous vide-uð súrsæt svínasíða

  • 900 g úrbeinuð svínasíða
  • 6 vorlaukar, skornir í 2-3 sm bita
  • 60 ml hunang
  • 60 ml soya-sósa
  • 3 msk. sambal oelek (sterk chili-sósa)
  • 1 msk. repjuolía eða önnur hlutlaus olía
Áhöld
  • sous vide-eldunargræja
  • einnota eða fjölnota lofttæmanlegur poki
Aðferð:
  1. Festið sous vide-græjuna við stóran pott. Fyllið pottinn af volgu vatni.
  2. Skerið kjötið í 5 sm breiðar sneiðar. Setjið svínakjötið, vorlaukinn, huang, soya-sósu og sambal oelek í pokann og lofttæmið.
  3. Setjið pokann í vatnsbaðið og gætið þess að pokinn sé allur í kafi. Hitið vatnið í 75 gráður.
  4. Eldið í að minnsta kost átta tíma og allt upp í 16. Gott er að elda kjötið yfir nótt en auðvitað er ekkert mál að hefjast handa að morgni ef snæða á að kvöldi. Takið pokann úr vatnsbaðinu og látið hvíla í 15 mínútur áður en pokinn er opnaður. Við þetta mun kjötið draga í sig meiri safa.
  5. Takið kjötið úr pokanum og þerrið með eldhúspappír. Hitið stóra pönnu á háan hita. Bætið olíunni á pönnuna og steikið kjötið á öllum hliðum þar til það er orðið brúnað og krispí. Þetta gerist fremur hratt þannig að ekki skal skilja kjötið eftir á pönnunni. Hunangið gerir það að verkum að kjötið brúnast fljótt og verður sérlega áferðarfallegt. Setjið á disk og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka