Stórhættulegur partýdrykkur

Suðrænn súkkulaðikokteill.
Suðrænn súkkulaðikokteill. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég ætla að gefa ykkur uppskrift að súkkulaðikokteil sem er óvenjulegur að því leyti að þið þurfið sjálf að „infuse-a“ súkkulaðið í vodkann, en það er klárlega að fara að gera kokteilinn betri, fyrir utan hvað það er sjúklega einfalt og skemmtilegt að segja frá því í kokteilboðinu eða partýinu,“ segir Aníta Ösp Ingólfsdóttir, yfirkokkur á RIO, um þennan snilldarkokteil sem felur í sér það skemmtilega verkefni að vodkinn er „infjúsaður“ í rjómasprautuhylki.

Drykkurinn býður því augljóslega upp að vera skemmtiatriði í sjálfu sér en farið varlega... 

Súkkulaðivodki

  • 300 ml vodki
  • 75 gr. kakónibbur
  • Rjómasprauta
  • 2 gashylki
  • Sigti

Setjið vodkann og kakónibburnar í rjómasprautuna, skrúfið hausinn vel á og passið að þéttihringurinn sé á sínum stað. Smellið fyrra gashylkinu í, hristið rjómasprautuna vel og bíðið í 2-3 mínútur, setjið þá seinna hylkið í, hristið aftur og bíðið í 15 mín. Þá er gasinu sprautað úr en best er að halda rjómasprautunni uppréttri og halda tusku laust fyrir gatinu, því í lokin getur sprautast smá vodki út með gasinu. Síðan bara opna sprautuna og sigta þessa dásemd.


Simple-síróp er einfaldlega jafnmikið magn af sykri og vatni sem er soðið upp til að búa til síróp.  

El choco!

  • 2 faldur (6 cl) súkkulaðivodki
  • 4 dropar súkkulaðibitter – ekki nauðsynlegt, en gott!
  • 1 faldur (3 cl) simple-síróp
  • 1 faldur (3 cl) sítrónusafi


Allt hrist saman í klaka og sigtað í glas fullt af klökum. Súkkulaðistöng/skraut og brenndur sítrónubörkur sem skraut.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert