Eplakaka með pekanhnetum og strákskratta

Kakan kláraðist hratt og örugglega.
Kakan kláraðist hratt og örugglega. mbl.is/TM

Það er eitthvað svo notalegt við heimabakað og góða bók í því leiðinlega veðri sem geisað hefur síðustu viku. Einn sunnudaginn í janúar skellti ég í þessa eplaköku handa heimilisfólkinu sem fór svo ákaflega vel með húslestrinum, Emil í Kattholti. Strákskrattinn og eplakakan hittu í mark, á meðan stormurinn gekk yfir gleymdum við öllu veraldlegu veseni, þeyttum rjóma og kveiktum á kertum.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég baka úr döðlusykri (fæst m.a. í Nettó) en hann inniheldur 330 hitaeiningar (he.) í 100 gr. auk trefja á meðan hefðbundinn sykur er einungis kolvetni og inniheldur 400 he. í 100 gr.

Eplakaka með pekanhnetum og strákskratta

  • 125 g döðlusykur (má nota venjulegan)
  • 125 g smjör – við stofuhita
  • 100 g hveiti 
  • 25 g haframjöl 
  • 2 egg
  • 3 msk. eplasafi 
  • 2 tsk. kanil 
  • 1 tsk. vanilla (duft eða dropar)
  • 1/2 tsk. lyftiduft 
  • 1 stórt epli 
  • 50 g rúsínur 
  • 50 g pekanhnetur


Hrærið sykurinn og smjörið vel saman. Því næst fara eggin, hveitið, haframjöl og safinn saman við. Hærið saman og bætið svo 1 msk. af kanil og vanillu saman við. 

Smyrjið eldfast mót eða kökumót og smyrjið deiginu í. Athugið deigið er mjög þykkt. 
Stráið rúsínum og pekanhnetum yfir. Flysjið epli og skerið í nokkuð þunnar sneiðar. Raðið eplasneiðunum yfir og sáldrið kanilnum yfir. 

Bakið í 30 mínútur við 180 gráður eða þar til hægt er að stinga prjón í kökuna og hann kemur þurr út. Berið fram með rjóma eða vanilluís. 

Kakan er nokkuð þétt og blaut í sér og er …
Kakan er nokkuð þétt og blaut í sér og er ekki síðri köld með kaffibolla daginn eftir. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka