Próteinríkur hádegisverður

Gurrý heldur úti síðunni gurry.is.
Gurrý heldur úti síðunni gurry.is. mbl.is/ Haraldur Jónasson/Hari

Guðríður Torfa­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Gurrý ofurþjálf­ari í Big­gest Looser, elskar egg. Hún segist sjaldan fá leið á þeim. Hér deilir hún einni af sinni uppáhaldsuppskriftum að eggjaköku. Próteinríkur og staðgóður hádegisverður sem kroppurinn elskar.

Eggjakaka Gurrýjar:

6 egg
2 msk. sýrður rjómi
2 msk. kotasæla
1/2 tsk. salt
1/4 tsk. chilikrydd
1/2 tsk. pipar
100 g brokkolí
1/2 rauð paprika
1 dl ostur

Hræra eggjum, sýrðum rjóma og kotasælu saman með gafli. Kryddið með salti og pipar. Steikið svo grænmetið í kókosolíu og kryddið með chilikryddi, salt og pipar.

Setja steikta grænmetið í eldfast mót og hella svo eggjahrærunni yfir. Strá osti yfir og baka í ofni í 30-40 mínútur á 180 gráðu hita.

Þessi réttur er fullkominn fyrir tvo.

Eggjakaka með ostatopp er huggulegur hádegisverður.
Eggjakaka með ostatopp er huggulegur hádegisverður. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Salat með og málið er dautt!
Salat með og málið er dautt! mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Gurrý er annar þjálfaranna í vinsælu þáttunum The Biggest Loser …
Gurrý er annar þjálfaranna í vinsælu þáttunum The Biggest Loser Ísland. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert