Lambakjöt í heimalagaðri Tikka masala-sósu

Nokkuð fljótlegur réttur sem gott er að toppa með fersku …
Nokkuð fljótlegur réttur sem gott er að toppa með fersku kóríander. mbl.is/

Kokkarnir hjá Einn, tveir og elda læddu að okkur einni af vinsælustu uppskriftum síðustu viku en það var þessi girnilega Tikka masala-uppskrift. 

Tikka masala-lamb með hrísgrjónum, nan-brauði og tzatziki-sósu
fyrir 2-3

400 g lambagúllas 
1 stk. laukur 
2 geirar hvítlaukur 
1 stk. rauð paprika
100 g hrísgrjón
2 stk. nan-brauð 

Jógúrtsósa:
2 dl hreint jógúrt 
1 msk. minta, þurrkuð 
1/4 tsk. salt 
1 tsk. hunang 
1/2 gúrka söxuð 
- Öllu hrært saman 

Tikka masala-sósa: 
laukur ½ stk.
cumin 1 tsk.
engifer 1 tsk.
cayenne pipar ½ tsk.
paprikuduft 1 tsk.
kjúklingakraftur 1 tsk.
kókosmjöl 1 msk.
maukaðir tómatar 1 dós
kókosmjólk 1 dós
olía
- Hrærið öllum þurrefnum saman við dass af olíu í potti. Bætið síðan maukuðum tómötum og kókosmjólk við og sjóðið í 10 mínútur.

Lambakjötsréttur
Skref 1. Saxaðu laukinn og hvítlauksgeirana og skerðu paprikuna í strimla. Svissaðu þetta á pönnu þar til það er orðið fallega gyllt.

Skref 2. Þegar grænmetið er orðið fallega gyllt skaltu bæta lambakjötinu saman við og krydda til með salti og pipar. Bættu 2 dl af vatni við á pönnuna og leyfðu þessu að sjóða varlega í ca 10 mínútur.

Skref 3. Settu hrísgrjónin í pott ásamt ásamt vatni og leyfðu þeim að sjóða í 10 mínútur. Bleyttu naan-brauðin örlítið með vatni og settu í 180°c heitan ofn í 5 mínútur.

Skref 4. Helltu Tikka masala-sósunni út á pönnuna og leyfðu suðunni að koma upp. Berðu réttinn fram ásamt jógúrtsósunni, hrísgrjónunum og naan-brauðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert