Karamellubollur með Baileys-rjóma og Daim-kurli

mbl.is/

Það er ekki annað hægt en að tryllast yfir úrvalinu sem í boði er og hugmyndaauðginni. Hér gefur að líta karamellubollur með Baileys-rjóma og til að toppa herlegheitin er Daim-kurl sett ofan á súkkulaðið sem bollan er hjúpuð með. Þessi á pottþétt eftir að slá í gegn!

Það skal tekið fram að þetta er hugmynd að útfærslu en ekki tilbúin bolla út í búð. Bakaríin verða þó með frábært úrval um helgina og á við setjum inn uppskrift að vatnsdeigi að vörmu.

Karamellubollur

  • 2,5 dl rjómi
  • 1,5 dl nýmjólk
  • 1 dl Bailey´s-líkjör
  • 1 pakki ROYAL-karamellubúðingur
  • Daim-kurl
  • Rjómasúkkulaði
  • Smá sletta í viðbót af Bailey´s
  • Rjómi


Mjólk, rjóma og Baileys blandað saman, búðingsduftið þeytt saman við. Látið stífna

Bræðið rjómasúkkulaðið með smá slettu af líkjörnum og smá auka rjóma til að gera þykka súkkulaðisósu.

Skerið bolluna í sundur. Sprautið búðingi á botninn og stráið nokkrum Daim-kúlum yfir. Lokið bollunni og smyrjið súkkulaðisósunni yfir. Skreytið með Daim.

Þegar hluta af mjólkinni er skipt út fyrir rjóma verður búðingurinn enn þá þykkari og með því að skipta þessu alveg til helminga fáum við búðing sem minnir hvað helst á frómas. Við mælum einmitt sérstaklega með að prufa þessa fyllingu líka í tertur og á pönnukökurnar eða vöfflurnar.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert