Vinsælasti veitingastaður London var ekki til

Er hægt að gera eitthvað úr engu? Er hægt að „hæpa“ eitthvað upp sem er ekki neitt? Oobah Butler hafði starfað sem ummælaritari á TripAdvisor og fannst einstaklega áhugavert hvernig kerfið virkaði. Hann ákvað því að opna plat-veitingastað í garðinum sínum og sjá hversu ofarlega hann kæmi honum á listann yfir vinsælustu veitingastaði Lundúna.

Í myndbandinu hér að neðan er vegferð hans fylgt en hún er ótrúleg svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Í því sjáum við hvernig hann finnur upp heila matarstefnu sem byggir á tilfinningum og gesturinn fékk að borða eftir því í hvernig skapi hann var. Hann byrjar smám saman að klifra upp vinsældarlistann þar til hann nær takmarkinu, sem var að verða vinsælasti veitingastaður Lundúna.

En þar með er ekki sagan öll sögð því hann opnar veitingastaðinn á endanum og þá fyrst hófst gamanið fyrir alvöru. Fyrir áhugafólk um veitingstaði, TripAdvisor og Nýjufötinkeisarans-heilkennið er þessi mynd skylduáhorf.

Nánar má lesa um tilraunina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert