Svona hefur þú aldrei borðað ananas

Ferskur ananas er dásamlega góður.
Ferskur ananas er dásamlega góður. mbl.is/Sigríður Björk Bragadóttir

Sigríður Björk Bragadóttir betur þekkt sem Sirrý í Salt-eldhúsi þar sem kennd er matreiðsla frá öllum heimshornum, laumaði að okkur þessari skemmtilegu hugmynd.

„Kennarinn okkar á indverska námskeiðinu hún Shruthi Basapa, gerði ananasbita að mikilli upplifun með því að skera hann í sneiðar, mala pipar í morteli og stá ofan á ásamt salti og örlitlu af chilidufti. Þetta var algjör bragðsprengja og gott í eftirrétt og enginn sykur,“ segir Sirrý sem er mjög hrifin af því að nota hráefni á nýstárlegan máta.

„Shruthi segir að þegar ananastímabilið sé á Indlandi sé hann oft borðaður svona til að fá tilbreytingu frá að borða hann bara eins og hann kemur fyrir,“ segir Sirrý og hvetur fólk til þess að prófa þessa indversku nálgun á ferskan ananas. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert