Klassísk uppskrift að saltkjöti og baunum

Hann Úlfar Finnbjörnsson er mikill meistari í eldhúsinu.
Hann Úlfar Finnbjörnsson er mikill meistari í eldhúsinu. mbl.is/Kjarnafæði

Hér er kom­in klass­ísk og góð upp­skrift að salt­kjöti og baun­um. Upp­skrift­in er feng­in frá Kjarna­fæði.is og er úr smiðju mat­reiðslu­manns­ins Úlfars Finn­björns­son­ar sem er vissu­lega mik­ill gæðastimp­ill. Gleðileg­an sprengi­dag!

Klassísk uppskrift að saltkjöti og baunum

Vista Prenta

Salt­kjöt og baun­ir

Setjið kjötið í pott með 2,5 L af vatni og sjóðið við væg­an hita í 60-75 mín. Hitið olíu í öðrum potti og kraumið bei­kon og lauk í 2 mín. Bætið þá baun­um og vatni í pott­inn og sjóðið við væg­an hita í 30 mín. Hrærið í pott­in­um reglu­lega. Bætið þá 1-2 kjöt­bit­um í súpupott­inn og sjóðið í 30 mín. í viðbót.

Fyr­ir 4-6

  • 1,5 kg salt­kjöt
  • 2,5 L vatn
  • 2 msk. olía
  • 1 lauk­ur, smátt saxaður
  • 2 beikonsneiðar, smátt saxaðar
  • 250 g gul­ar baun­ir, lagðar í kalt vatn yfir nótt, síðan er vatnið sigtað frá
  • 2 l vatn
  • ½ tsk. nýmalaður pip­ar

Aðferð:

Setjið kjötið í pott með 2,5 l af vatni og sjóðið við væg­an hita í 60-75 mín. Hitið olíu í öðrum potti og kraumið bei­kon og lauk í 2 mín. Bætið þá baun­um og vatni í pott­inn og sjóðið við væg­an hita í 30 mín. Hrærið í pott­in­um reglu­lega. Bætið þá 1-2 kjöt­bit­um  í súpupott­inn og sjóðið í 30 mín. í viðbót. Þegar kjötið er orðið meyrt und­ir tönn og baun­irn­ar mjúk­ar er súp­an maukuð með töfra­sprota eða í mat­vinnslu­vél. Sum­ir vilja hafa súp­una ör­lítið grófa, þá er hún pískuð dug­lega með písk. Smakkið til með pip­ar.

Berið súp­una fram með kjöt­inu ásamt soðnum kart­öfl­um, róf­um og gul­rót­um.

<em>Verði ykk­ur að góðu!</​em>
Ekki örvænta ef þú gleymdir að leggja baunirnar í bleyti. …
Ekki ör­vænta ef þú gleymd­ir að leggja baun­irn­ar í bleyti. Hægt er að kaupa baun­ir sem búið er að leggja í bleyti víða í versl­un­um t.d. Bón­us. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert