Í ljósi þess að innflutningur á jarðarberjum er í hámarki og landinn virðist fátt vita betra en að gæða sér á gómsætum berjum ákváðum við að skella inn einni ómótstæðilegri uppskrift sem sameinar súkkulaði og jarðaber á snilldarhátt. Uppskriftin er ekki flókin en ætti að slá í gegn hvar sem er - sérstaklega á konudaginn sem er handan við hornið.
<strong>Jarðaberjadraumur</strong>
<strong>Karmelukenndar brownies</strong>
- 200 g dökkt súkkulaði, saxað niður.
- 120 g ósaltað smjör, skorið í ferninga
- 3 msk kakó
- 3 stór egg
- 250 g sykur
- 2 tsk vanilludropar
- 125 g hveiti
- 1/2 tsk salt
<strong>Ofn á kökuna:</strong>
- 150 g fersk jarðaber, niðurskorin
- 90 g súkkulaðibitar
- 1 msk smjör eða “shortening“
Aðferð
- Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið kökuform sem er um 20 cm á lengdina.
- Bræðið súkkulaðið og smjörið, hrærið vel saman. Bætið kakó saman við. Setjið til hliðar og látið kólna.
- Hrærið saman eggjum, sykur, vanillu og salti. Hrærið súkkulaðinu rólega saman við og á endanum skal setja hveitið rólega saman við með viðarsleif.
- Setjið deigið í kkuformið og bakið í 35-40 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna í tvo tíma.
- Þegar kakan hefur kólnað skal dreyfa jarðarberjunum jafnt yfir kökuna. Bræðið því næst súkkulaðið og setjið smjör eða “shortening“ - sem er í raun bara þykk fita, saman við.
- Hellið jafnt yfir jarðaberin og setjið inn í ísskáp í klukkkustund eða svo.
- Skerið í ferninga og berið fram.
Heimild: If you give a blonde a kitchen
mbl.is/If you give a blonde a kitchen