Meistarakaka fyrir konudaginn

Auðveld og dásamlega bragðgóð.
Auðveld og dásamlega bragðgóð. mbl.is/If you give a blonde a kitchen

Í ljósi þess að innflutningur á jarðarberjum er í hámarki og landinn virðist fátt vita betra en að gæða sér á gómsætum berjum ákváðum við að skella inn einni ómótstæðilegri uppskrift sem sameinar súkkulaði og jarðaber á snilldarhátt. Uppskriftin er ekki flókin en ætti að slá í gegn hvar sem er - sérstaklega á konudaginn sem er handan við hornið.

<strong>Jarðaberjadraumur</strong> <strong>Karmelukenndar brownies</strong>
  • 200 g dökkt súkkulaði, saxað niður.
  • 120 g ósaltað smjör, skorið í ferninga
  • 3 msk kakó
  • 3 stór egg
  • 250 g sykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 125 g hveiti
  • 1/2 tsk salt
<strong>Ofn á kökuna:</strong>
  • 150 g fersk jarðaber, niðurskorin
  • 90 g súkkulaðibitar
  • 1 msk smjör eða “shortening“

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið kökuform sem er um 20 cm á lengdina.
  2. Bræðið súkkulaðið og smjörið, hrærið vel saman. Bætið kakó saman við. Setjið til hliðar og látið kólna.
  3. Hrærið saman eggjum, sykur, vanillu og salti. Hrærið súkkulaðinu rólega saman við og á endanum skal setja hveitið rólega saman við með viðarsleif.
  4. Setjið deigið í kkuformið og bakið í 35-40 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna í tvo tíma.
  5. Þegar kakan hefur kólnað skal dreyfa jarðarberjunum jafnt yfir kökuna. Bræðið því næst súkkulaðið og setjið smjör eða “shortening“ - sem er í raun bara þykk fita, saman við.
  6. Hellið jafnt yfir jarðaberin og setjið inn í ísskáp í klukkkustund eða svo.
  7. Skerið í ferninga og berið fram.

Heimild: If you give a blonde a kitchen

mbl.is/If you give a blonde a kitchen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert