Smáborgari sem bragð er af

Smáborgari að hætti Public House.
Smáborgari að hætti Public House. Eggert Jóhannesson

Þessi skemmti­legi litli borg­ari er bor­inn fram í gufu­soðnu brauði, með Pico de Gallo, reykt­um sýrðum rjóma, chipotle-BBQ-sósu og bei­koni. Hefðbund­in hakk er notað til að gera lít­il buff og álegg að eig­in vali svo sem kál og tóm­at­ar auk osts notaðir á buff­in. Gott er að setja egg og krydd´i hakkið til að tryggja að það hald­ist vel sam­an og bragðist dá­sam­lega.

Smáborgari sem bragð er af

Vista Prenta

Gufu­soðnar boll­ur

  • 70 g þurr­ger
  • 790 g volgt vatn
  • 1.320 g hveiti
  • 60 g mjólk­ur­duft
  • 6 g lyfti­duft
  • 6 g mat­ar­sódi
  • 18 g salt
  • 130 g syk­ur
  • 140 g olía

Allt hnoðað sam­an og látið hef­ast í eina klukku­stund. Næst er að gera 30 g boll­ur og láta þær hef­ast. Síðan er þetta gufu­soðið í 10 mín­út­ur.

Pico de Gallo

  • 10 tóm­at­ar
  • 100 g kórí­and­er
  • 2 stykki rauður chili
  • 2 stykki límón­ur
  • 4 geir­ar hvít­lauk­ur
  • 2 stykki rauðlauk­ur

Allt nema lime skorið smátt. Límón­urn­ar kreist­ar út í.

Chipotle BBQ

  • 25 g fenn­el­fræ
  • 25 g brodd­kúmen
  • 50 g kórí­and­er
  • 25 g sinn­eps­fræ
  • 25 g svart­ur pip­ar
  • 1 stykki lauk­ur
  • 2 geir­ar hvít­lauk­ur
  • 50 g eplasafi
  • 250 g epla­e­dik
  • 259 g hlyns­íróp
  • 270 g sætt sinn­ep
  • 250 g púður­syk­ur
  • 250 g apríkó­sum­ar­melaði
  • 1.000 g tóm­atsósa
  • 350 g chipotle
  • 50 g salt
  • 200 g ses­am­fræ

Allt soðið sam­an í 20 mín­út­ur.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert