Smáborgari sem bragð er af

Smáborgari að hætti Public House.
Smáborgari að hætti Public House. Eggert Jóhannesson

Þessi skemmtilegi litli borgari er borinn fram í gufusoðnu brauði, með Pico de Gallo, reyktum sýrðum rjóma, chipotle-BBQ-sósu og beikoni. Hefðbundin hakk er notað til að gera lítil buff og álegg að eigin vali svo sem kál og tómatar auk osts notaðir á buffin. Gott er að setja egg og krydd´i hakkið til að tryggja að það haldist vel saman og bragðist dásamlega.

Gufusoðnar bollur

  • 70 g þurrger
  • 790 g volgt vatn
  • 1.320 g hveiti
  • 60 g mjólkurduft
  • 6 g lyftiduft
  • 6 g matarsódi
  • 18 g salt
  • 130 g sykur
  • 140 g olía

Allt hnoðað saman og látið hefast í eina klukkustund. Næst er að gera 30 g bollur og láta þær hefast. Síðan er þetta gufusoðið í 10 mínútur.

Pico de Gallo

  • 10 tómatar
  • 100 g kóríander
  • 2 stykki rauður chili
  • 2 stykki límónur
  • 4 geirar hvítlaukur
  • 2 stykki rauðlaukur

Allt nema lime skorið smátt. Límónurnar kreistar út í.

Chipotle BBQ

  • 25 g fennelfræ
  • 25 g broddkúmen
  • 50 g kóríander
  • 25 g sinnepsfræ
  • 25 g svartur pipar
  • 1 stykki laukur
  • 2 geirar hvítlaukur
  • 50 g eplasafi
  • 250 g eplaedik
  • 259 g hlynsíróp
  • 270 g sætt sinnep
  • 250 g púðursykur
  • 250 g apríkósumarmelaði
  • 1.000 g tómatsósa
  • 350 g chipotle
  • 50 g salt
  • 200 g sesamfræ

Allt soðið saman í 20 mínútur.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka