Sturluð sætkartöflu-paleo-morgunverðarsamloka

Sítrónusafi er dásamlegur á avókadó. Hressir við bragðið og kemur …
Sítrónusafi er dásamlegur á avókadó. Hressir við bragðið og kemur í veg fyrir að það verði brúnt. Við mælum með að skvetta nokkrum dropum yfir avókadóið áður en það fer á samlokuna. mbl.is/www.fitmittenkitchen.com

Netið elskar þessa morgunverðarsamloku ef marka má samfélagsmiðla þar sem þessari uppskrift er deilt lon og don. Uppskriftin er frá einkaþjálfaranum Ashley á Fit Mitten Kitchen.

Líklega mætti einnig steikja deigið á pönnu og gera klatta og jafnvel frysta og henda í ristavél. 

Girnilegt!
Girnilegt! mbl.is/www.fitmittenkitchen.com

2 egg (1 fer í deigið hitt sem álegg)
1 lítil óelduð sæt kartafla,án hýðis og rifin niður – best er að kreista mesta vatnið úr henni í eldhúspappír eða viskustykki 
1/4 tsk. cumin 
1/8 tsk. paprikukrydd 
1/8 tsk. hvítlaukssalt 
olía
1 bolli grænkál 
1/2 avókadó
salt og pipar eftir smekk 

Hitið vöfflujárnið og setjið vel af olíu á það. 

Í miðlungsstóra skál er eitt egg hrært. Bætið við rifnu kartöflunni (rúmlega bolli), kryddunum og 1 tsk. af olíu. Hrærið þessu vel saman. 

Þegar vöfflujárnið er orðið vel heitt er blöndunni hellt í járnið og látið þekja vöffluflötinn vel. Þrýstið járninu varlega niður og leyfið að bakast í 4-5 mínútur eða þar til vafflan er orðin gyllt og stökk. Þegar vafflan er tilbúin er hún fjarlægð mjög varlega svo hún hrynji ekki í sundur. 

Steikið grænkálið upp úr olíu, steikið hitt eggið og skerið avókadóið í sneiðar. Saltið og piprið ef vill. Raðið á helming vöfflunnar og lokið með hinum helmingnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert