Heilsusamlegir ofurdrykkir Unnar

Unnur Pálmarsdóttir veit hvað hún syngur þegar kemur að mat …
Unnur Pálmarsdóttir veit hvað hún syngur þegar kemur að mat og drykk. Haraldur Jónasson/Hari

Eróbikk-drottninguna Unni Pálmars þekkja margir líkamsræktarunnendur en hún gerði fyrst garðinn frægan í þolfimi og komust fáir með tærnar þar sem Unnur hafði lauflétta eróbikk-hælana. Unnur starfar í dag sem mannauðs- og markaðsstjóri hjá Reebok Fitness á Íslandi.

Unnur hefur unnið við mannauðsstjórnun, fræðslumál, breytingastjórnun, stefnumiðaða stjórnun í heilsu- og líkamsræktariðnaðinum bæði hérlendis og erlendis. En hvað skyldi kjarnakona sem þessi drekka þegar hana langar í eitthvað hollt og ferskt? Jú, annað hvort rauða eða græna ofurbombu!

Drykkirnir góðu.
Drykkirnir góðu. Haraldur Jónasson/Hari

Græn Ofurbomba

  • 100 g spínat
  • 500 ml vatn
  • 10 cm engifer
  • 1 tsk kanill
  • 1 stk avókadó
  • 1 tsk sítrónusafi

Allt sett í blandara og blandað uns silkimjúkt.

MelónuBoost – vatnslosandi orkudrykkur

  • ½ vatnsmelóna
  • 2 dl rauðrófusafi

Setjum hráefnið í blandara, hrærum saman og njótum heilsunnar vegna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert