Þetta eldhús er ótrúlega fallegt í alla staði. Liturinn er grænn og minnir mikið á græna litinn sem er svo vinsæll þessi dægrin og fæst meðal annars hjá Slippfélaginu.
Það sem er helst áberandi hér er að innréttingin er í sama lit og veggurinn. Dökkur viðurinn myndar síðan einstaklega falleg mótvægi við græna litinn og brass-platan sem er fyrir ofan borðplötuna kórónar glæsileikann.
Einfalt og mínímalískt en samt svo óskaplega vel heppnað.
Heimild: Naked Kitchen
Tvær einfaldar myndir prýða vegginn.
mbl.is/Naked Kitchens
Eldhúsið er ótrúlega stílhreint og fallegt.
mbl.is/Naked Kitchens
Einfalt og mínímalískt – en yfirfullt af karakter.
mbl.is/Naked Kitchens
Marmaravaskur og gullkrani gera ótrúlega mikið.
mbl.is/Naked Kitchens
Hér eru skúffur hafðar á hliðinni sem koma vel út. Takið eftir hvað þetta fellur vel saman.
mbl.is/Naked Kitchens
Dökkur viðurinn myndar fallegt mótvægi við græna litinn.
mbl.is/Naked Kitchens
Sami viður er á veggjunum og ofan í skúffunum. Hér er hugsað út í hvert smáatriði.
mbl.is/Naked Kitchens
Borðplatan passar ótrúlega vel við brass-plötuna.
mbl.is/Naked Kitchens
Takið eftir því hvernig gashellurnar eru settar beint á marmaraplötuna í stað hefðbundins helluborðs.
mbl.is/Naked Kitchens