Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, krýndi kokk ársins 2018 í lok kvöldsins.
Um val sigurvegarans sá 11 manna dómnefnd. Yfirdómari var Christopher W. Davidsen frá Noregi sem er margverðlaunaður í keppnismatreiðslu og hefur meðal annars unnið til silfurverðlauna í hinni þekktu Bocuse d‘Or-keppni. Fram kemur í tilkynningu að Davidsen hafi hrósað keppendum sem komu vel undirbúnir til leiks. Hann var sérstaklega hrifinn af Garðari Kára sem heillaði dómnefndina.
Keppendur í úrslitum sem kepptu um titilinn kokkur ársins 2018 voru þeir:
Fram kemur í tilkynningunni að fjölmenni hafi getað fylgst með keppendum athafna sig í Hörpu, en þeir elduðu keppnismáltíðirnar í IKEA-eldhúsum með hráefni frá Nettó, sem eru samstarfsaðilar keppninnar.