Ég hreinlega elska taco-bökur en hef ekki alltaf tíman eða nennuna í að útbúa bökuskel. Því hef ég komist upp á lagið með að nota vefjur í sérlega tacolasagina böku sem svíkur engan!
Taco lasagnia-baka
400 g nautahakk
1 bréf taco krydd
1 laukur
3 hvítlauksrif
Olía
1 dós hakkaðir tómatar
1 msk tómatpúrra
100 g sýrður rjómi
200 g kotasæla
200 g rifinn ostur
kóríander
Heilhveiti eða súrdeigs tortilla kökur
1 tómatur
Meðlæti:
2 stk avókadó
100 g sýrður rjómi
1 hvítlauksrif
salt
pipar
límóna
spínat
Steikið laukinn og hvítlaukinn upp úr 1 msk af olíu.
Þegar laukurinn er tekin að mýkjast er hakkinu bætt saman við og tacokryddinu. Steikið í 10 mínútur á miðlungshita. Þá fara hökkuðu tómatarnir og tómatpúrran saman við. Látið malla í aðrar 10 mínútur.
Þá er 100 g af rifnum osti, sýrðum rjóma og kotasælu hrært saman í skál.
Setjið smá olífuolíu í botninn á eldföstu móti og setjið eina tortilla köku í botninn.Setjið kjötfyllingu á, og lokið með annarri köku. Þá kemur hvíta fyllingin. Svo aftur kjöt, tortillakaka og svo hvítafyllingin ofan á. Skerið niður tómat og raðið ofan á hvítufyllinguna og stráið restinni af rifna ostinum ofan á tómatana.
Bakið við 180 gráður í 20 mínútur eða þar til allt er orðið vel heitt í guaqamole
gegn og osturinn tekinn að gyllast.
Guacamole
100 ml sýrður rjómi
2 avokadó eða 1 stórt
1/2 Límóna, safinn
1 hvítlauksrif marið
salt
pipar
Setjið innihaldsefnin í skál og maukið með töfrasprota.
Berið fram með fersku spínati.