Keto-matarræðið heldur áfram að njóta mikilla vinsælda og lesendur okkar hafa ítrekað beðið um slíkar uppskriftir. Við á Matarvefnum erum ekki í þeim bransa að mæla með eða á móti vissum tegundum að matarræði en reynum hinsvegar að vera með fjölbreytt úrval uppskrifta og bregðast við fyrirspurnum.
Við spurðum Keto-séfræðinginn og einkaþjálfarann einnig þekktur sem lágkolvetnagoðið Gunnar Már Sigfússon út í Keto matarræðið en hann er á lokametrunum með að splæsa saman bók um efnið sem kemur út í apríl.
„Orðið keto er dregið af orðinu ketogenic sem er notað til að lýsa því ástandi þegar líkaminn er að nota sinn eigin fituforða sem orkugjafa. Til þess notar hann orku í formi ketóna sem lifrin sér um að brjóta niður frá fitufrumunum. Þessa orku geta síðan allar frumur líkamans nýtt sér til daglegra starfa. Keto er á margan hátt líkt hefðbundnu lágkolvetna mataræði en munurinn felst helst í því að áherslurnar á næringarefnin eru aðeins önnur,“ segir Gunnar en miðað er við að 75% af fæðunni sé fita, 20% prótein og 5% kolvetni.
Keto vænar pulsur með eggja og avókadó chili salati
4 osta pulsur frá Kjarnafæði
(einstaklega keto vænar)
2 harðsoðin egg
2 litil avókadó
2 msk majónes
1 tsk chili mauk (minched chili)
1 msk rifinn ostur
Það sem þú þarft að eiga er:
flögusalt og olía
Eldunartími ca 7 mínútur
Það sem þú þarft að hafa við höndina er hnífur og steikarpanna
Gott er að lesa vel yfir uppskriftina áður en byrjað er að elda
Aðferð
1. Byrjaðu á að skera grunnar rendur í pulsurnar. Steiktu þær síðan í olíu eða smjör á vel heitir pönnu
2. Hrærðu majónesið saman við chili maukinu og rifna ostinn.
3. Skerðu avókadó niður í grófa bita og renndu eggjunum tvisvar í gegnum eggjaskeran og bættu við majónesblönduna. .
4. Berðu eggjasalatið fram með pulsunum.