Það er misjafnt hvernig veitingastaðir verðleggja matinn hjá sér eða hver markhópurinn er en Matarvefurinn fékk ábendingu um að ansi skrautlegt verð væri í gangi á veitingastaðnum Bambus í Borgartúni, sem sérhæfir sig í kínverskum mat og kínverskum ferðamönnum.
Staðurinn þykir almennt góður en eitthvað hefur verðlagningin á sjávarréttunum farið misjafnlega í innlenda gesti staðarins. Einungis er þó um að ræða verð á sjávarréttum því aðrir réttir á matseðli eru öllu hófstilltari í verði.
Hér má sjá nokkur dæmi af matseðlinum:
Ekki náðist í forsvarsmenn veitingastaðarins við vinnslu féttarinnar.