Vínarschnitzel Jóhönnu Ploder

Allan borðbúnað á mynd má finna í versluninni Álfagulli á …
Allan borðbúnað á mynd má finna í versluninni Álfagulli á Standgötu 29 í Hafnarfirði. Hanna Andrésdóttir

Egill Ploder fullyrti fyrir framan alþjóð í beinni útsendingu á söngvakeppninni að vínarsnitzel móður sinnar, Jóhönnu Ploder, væri besti matur í heimi.

Hann fór frekari fögrum orðum um hinn austurríska þjóðarrétt og við stóðumst ekki freistinguna og fengum Jóhönnu til að deila með okkur þessari goðsagnakenndu uppskrift.

Jóhanna rekur verslunina Álfagull í Hafnarfirði og tók gríðarlega vel í beiðni Matarvefjarins enda með afbrigðum yndisleg. Hún segir að schnitzel fyrir henni sé gert úr kálfakjöti en sé það ekki til hafi hún notað svínakjöt í staðinn.

Hnífapörin eru frá Mikasa, diskur frá Bitz, glösin eru Riedel-glös …
Hnífapörin eru frá Mikasa, diskur frá Bitz, glösin eru Riedel-glös og allur annar borðbúnaður er frá Álfagulli. Hanna Andrésdóttir

Vínarschnitzel Jóhönnu Ploder

Hráefni og magn:

  • Kálfakjöt ca. 500 gr.
  • Svínafeiti til steikingar. Feitin þarf nánast að fljóta yfir sneiðar við steikingu.
  • 100 gr. hveiti
  • 1–2 egg 
  • ca 1/2 dl mjólk 
  • Brauðraspur úr alvörubrauði, fæst stundum í bakaríi
  • (best að gera sinn eigin úr þurrkuðu súrdeigsbrauði og setja svo í matvinnsluvél)  
  • Salt, pipar og paprikukrydd eftir smekk.

Gott að krydda með salti og pipar eftir steikingu.

Aðferð :

Snitzel barið með buffhamri þar til að það er mátulega þunnt og skorið í hentugar sneiðar.

Gerið tilbúnar 3 diska eða föt. 

  • Eitt fat með hveiti.
  • Annað með egg, mjólk og kryddi, sem er slegið saman með gaffli.
  • Þriðja fat með brauðraspi.

Hverri sneið fyrir sig er velt fyrst upp úr hveiti (til að eggjahræra haldist betur á) þá eggjahræru og því næst brauðraspi. Þrýstið vel brauðraspi á schnitzelið en hristið varlega  umframraspið af. 

Leggið sneiðar á disk/fat og klárið allar sneiðar á sama hátt.

Setjið svínafeiti á góða pönnu og hitið vel. 

Schnitzel á að steikja við góðan hita og snúa því ca. 2 sinnum á hvora hlið eða þar til schnitzelið er fallega gullinbrúnt. 

Látið dropa af umframfeiti, schnitzel á að vera stökkt, ekki mjúkt. 

Gott að salta örlítið strax eftir steikingu.

Með schnitzeli er gott að hafa hrísgrjón og salat.

Við borðum helst „grænolíusalat“ með schnitzelinu okkar.

Grænolíusalat

  • sirka tvö höfuð af fersku grænu salati
  • 50 ml graskersfræolía (kürbiskernöl)
  • 1/2 dl edik blandað við vatn 
  • 2 tsk. salt 

Salati velt varlega saman við graskersfræolíu og salt, þá fer edikblanda saman við. Veltið varlega.

Salat þarf að gera rétt áður en borðað er.

Jóhanna Ploder.
Jóhanna Ploder. Hanna Andrésdóttir
Sonja Valdin og Egill Ploder í Söngvakeppninni en þar fullyrti …
Sonja Valdin og Egill Ploder í Söngvakeppninni en þar fullyrti Egill að ekkert væri betra en vínarschnitzel móður sinnar. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka