Mögnuð pítsa án mikillar fyrirhafnar

Við dóttirin sammældumst um pítsu með ananas og grilluðu grænmeti. …
Við dóttirin sammældumst um pítsu með ananas og grilluðu grænmeti. Fururhnetum og guðdómlegum osti. mbl.is/TM

Pítsur eru mikið lostæti og upp­á­hald margra. Víða eru viku­leg pít­sa­kvöld hjá fjöl­skyld­um hluti af helg­inni og velja þá fjöl­skyldumeðlim­ir sitt álegg og raða á pítsuna. Ég hef verið að prófa mig áfram með ýms­ar teg­und­ir botna. Um síðustu helgi ákvað ég að kaupa til­búið deig og kaupa dýr­ara hrá­efni en venju­lega og sjá hvort afrakst­ur­inn væri ann­ar.

Ó, þú dýrðlegi pít­sa­gjörn­ing­ur sem full­komnaðir líf mitt. Rán­dýri ost­ur­inn gerði lík­lega gæfumun­inn en til­búna deigið var einnig fá­rán­lega gott. Lat­ir mega líka lifa! 

Ég mæli sterk­lega með að leyfa sér við og við að versla í versl­un­um sem selja líf­rænt og kaupa minna og betra hrá­efni.

Mögnuð pítsa án mikillar fyrirhafnar

Vista Prenta

Ítölsk heimapítsa

2 kúl­ur súr­deig (Frú Lauga)
1 kúla mozzar­ella (helst úr Buffalo-mjólk. Fæst stund­um í Frú Laugu og Búr­inu)
200 g rif­inn ost­ur 
10 picollo-tóm­at­ar 
5 sneiðar eggald­in 
1/​2 paprika, rauð eða gul 
10 an­an­asbit­ar 
1 msk. furu­hnet­ur 
3 væn­ir svepp­ir 

Sósa:
1 hvít­lauksrif (ég keypti ít­alsk­an líf­ræn­an, hann er mun bragðmeiri)
1 dós hakkaðir hágæða tóm­at­ar (ítölsku San Marzano-tóm­at­ar)
2 msk. tóm­at­púrra 
1 msk. ít­alskt pítsukrydd 
1 msk. fersk basilíka, söxuð 
- Hrærið öllu sam­an.

Fletjið deigið út. Ég vil hafa mína nokkuð þunna.

Berið sósu á botn­inn.

Steikið eggald­insneiðar og paprikustrimla við háan hita í steypu­járni upp úr olíu svo það taki á sig gyllt­an lit. Það er einnig vikri­lega gott að grilla græn­metið.

Raðið græn­met­inu, an­an­as og svepp­um yfir botn­inn. Hellið 100 g af rifn­um osti yfir botn­inn. Takið helm­ing­inn af mozar­ella­kúl­unni og rífið yfir pítsuna með höndn­un­um. Gætið þess að kreista vatnið vel úr ost­in­um. 

Dreifið furu­hnet­un­um og tómöt­um yfir. 

Bakið í 15 mín­út­ur á 180 á blæstri og hækkið hit­ann í 200 síðustu 5 mín­út­urn­ar og kveikið á grilli. 

Dreifið ferskri basilíku yfir áður en píts­an er bor­in fram.

Ég keypti tvær kúlur og gerði aðra pítsuna með kryddaðri …
Ég keypti tvær kúl­ur og gerði aðra pítsuna með kryddaðri smá­pylsu, svepp­um, furu­hnet­um, ost og sósu mbl.is/​TM
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert