Girnilegt grillmeðlæti

Ein­fallt Grill­mat­ur má gjarn­an vera ein­fald­ur en þá skipt­ir sköp­um …
Ein­fallt Grill­mat­ur má gjarn­an vera ein­fald­ur en þá skipt­ir sköp­um að vera með ferskt og gott hrá­efni. mbl.is/TM

Upp með grill­tang­irn­ar um helg­ina gott fólk! Það þarf ekki að vera flókið og má jafn­vel vera dulít­ill subbumat­ur það er að segja djúsí en hér er kom­in full­kom­in­leið til að græja holl­ara pulsupartý!

Ég keypti bradwurst-pyls­ur hjá pylsu­gerðar­meist­ar­an­um í Lauga­læk en þær inni­halda 98% kjöt á meðan aðrar pyls­ur inni­halda oft ekki nema 50-60% kjöt. Þær grillaði ég og bauð upp á sinn­ep, karrí­tóm­atsósu, kart­öflu­sal­at, sýrðar gúrk­ur og hrásal­at með. Guðdóm­lega gott!

Girnilegt grillmeðlæti

Vista Prenta

Bleikt hrásal­at

150 g hvít­kál, rifið
150 g gul­ræt­ur, rifn­ar
50 g rauðróf­ur, rifn­ar
50 g an­an­as, fersk­ur eða úr dós, saxaður
2 msk. safi, epla- og engi­fersafi
1 tsk. hun­ang ef vill. 

Öllu blandað sam­an og látið standa í klst.Þetta bleika hrásal­at er virki­lega ferskt og gott og hent­ar vel með grill­mat. Það er fljót­gert og sniðug leið til að plata græn­meti ofan í börn.

Kart­öflu­sal­at með vor­lauk

500 g kart­öfl­ur, soðnar, skræld­ar og kæld­ar og skorn­ar í bita
3 msk. vor­lauk­ur saxaður (um 2 stilk­ar)
100 g súr­ar gúrk­ur, saxaðar
2 tsk. dijon-sinn­ep
1 tsk. hun­ang
100 g maj­ónes
100 g sýrður rjómi
kórí­and­er, ferskt 

Hrærið hun­angi, sinn­epi, maj­ónesi og sýrðum rjóma sam­an. Bætið vor­lauk og súr­um gúrk­um sam­an við. Hrærið kart­öfl­un­um var­lega sam­an við.

Toppið með fersku kórí­and­er ef vill. 

Fyr­ir­gefið! Íbúar Hring­braut­ar eru beðnir af­sök­un­ar á miklu grill­fári og …
Fyr­ir­gefið! Íbúar Hring­braut­ar eru beðnir af­sök­un­ar á miklu grill­fári og reyk síðustu daga. Ekki var um sinu­bruna að ræða held­ur grillþrif og byrj­un­ar­drama. mbl.is/​TM
Kartöflusalat er mikilvægt meðlæti sem geymist í nokkra daga og …
Kart­öflu­sal­at er mik­il­vægt meðlæti sem geym­ist í nokkra daga og hent­ar þv ígrill­ur­um vel. mbl.is/​TM
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert