Girnilegt grillmeðlæti

Ein­fallt Grill­mat­ur má gjarn­an vera ein­fald­ur en þá skipt­ir sköp­um …
Ein­fallt Grill­mat­ur má gjarn­an vera ein­fald­ur en þá skipt­ir sköp­um að vera með ferskt og gott hrá­efni. mbl.is/TM

Upp með grilltangirnar um helgina gott fólk! Það þarf ekki að vera flókið og má jafnvel vera dulítill subbumatur það er að segja djúsí en hér er komin fullkominleið til að græja hollara pulsupartý!

Ég keypti bradwurst-pylsur hjá pylsugerðarmeistaranum í Laugalæk en þær innihalda 98% kjöt á meðan aðrar pylsur innihalda oft ekki nema 50-60% kjöt. Þær grillaði ég og bauð upp á sinnep, karrítómatsósu, kartöflusalat, sýrðar gúrkur og hrásalat með. Guðdómlega gott!

Bleikt hrásalat

150 g hvítkál, rifið
150 g gulrætur, rifnar
50 g rauðrófur, rifnar
50 g ananas, ferskur eða úr dós, saxaður
2 msk. safi, epla- og engifersafi
1 tsk. hunang ef vill. 

Öllu blandað saman og látið standa í klst.Þetta bleika hrásalat er virkilega ferskt og gott og hentar vel með grillmat. Það er fljótgert og sniðug leið til að plata grænmeti ofan í börn.

Kartöflusalat með vorlauk

500 g kartöflur, soðnar, skrældar og kældar og skornar í bita
3 msk. vorlaukur saxaður (um 2 stilkar)
100 g súrar gúrkur, saxaðar
2 tsk. dijon-sinnep
1 tsk. hunang
100 g majónes
100 g sýrður rjómi
kóríander, ferskt 

Hrærið hunangi, sinnepi, majónesi og sýrðum rjóma saman. Bætið vorlauk og súrum gúrkum saman við. Hrærið kartöflunum varlega saman við.

Toppið með fersku kóríander ef vill. 

Fyr­ir­gefið! Íbúar Hring­braut­ar eru beðnir af­sök­un­ar á miklu grill­fári og …
Fyr­ir­gefið! Íbúar Hring­braut­ar eru beðnir af­sök­un­ar á miklu grill­fári og reyk síðustu daga. Ekki var um sinu­bruna að ræða held­ur grillþrif og byrj­un­ar­drama. mbl.is/TM
Kartöflusalat er mikilvægt meðlæti sem geymist í nokkra daga og …
Kartöflusalat er mikilvægt meðlæti sem geymist í nokkra daga og hentar þv ígrillurum vel. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert