Lágkolvetna-brownies sem bragð er af

mbl.is/Delish
Þessi uppskrift hefur notið mikilla vinsælda erlendis og við erum virkilega spennt fyrir henni. „Ætli þetta sé gott?“ spyrja margir sig og samkvæmt hinu alvitra neti er það víst.
Eitt er víst að ketó-istar ættu að taka gleði sína enda er þetta afburðauppskrift hvað það varðar og nánast kolvetnalaus. Því fagna margir en endilega látið okkur vita hvernig ykkur gekk að baka og hvort uppskriftin hafi slegið í gegn.
Ketó-brownies sem bragð er af
  • 4 stór egg
  • 2 þroskuð avókadó
  • 55 g smjör, brætt
  • 6 msk. hnetusmjör, ósætt
  • 2/3 bolli kókoshnetusykur
  • 2/3 bolli kakóduft
  • 2 tsk. vanilla
  • 1 tsk. sjávarsalt + og auka til að sáldra yfir kökuna áður en hún fer inn í ofn.
Aðferð:
  1. Hitið ofninn í 180 gráður og setjið smjörpappír í form sem er sirka 20 x 20 sm. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og blandið uns silkimjúkt.
  2. Setjið deigið í formið og sléttið vel úr með sleif. Stráið sjávarsaltinu yfir.
  3. Bakið í 20-25 mínútur og kælið síðan í jafnlangan tíma áður en þið berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert