Heilsustaðurinn Yogafood hefur lokað á Grensásvegi. Staðurinn var áður til húsa að Hringbraut 121 þar sem hótelið Oddson er. Næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir eða Tobba eins og hún er kölluð er ein þeirra sem standa að staðnum en hún hefur staðið eldhúsvaktina með miklum sóma og þótti staðurinn bæði augnayndi og maturinn hollur og heilnæmur.
Ekki dugði það þó til að reksturinn stæði undir sér. Margrét Ásgeirsdóttir eigandi Yogafood segir að nú eftir 5 mánaða rekstur á Grensásvegi sé búið að ákveða að loka. Ekki sé búið að ákveða hvort farið verði í annan rekstur undir merkjum fyrirtækisins. „Við erum ekki með neinn rekstur í bili. Reksturinn stóð ekki undir sér í rekstrarumhverfinu í dag“ segir Margrét í samtali við Matarvefinn. Margir sjá án efa eftir veitingastaðnum og hugmyndafræði hans sem byggir á ljómandi matarræði Tobbu.