Eldbökuð pítsa með beikoni, döðlum og gráðosti

Ásdís Ásgeirsdóttir

Pítsur eru það sem ger­ir líðfið betra og hér gef­ur að líta dá­sam­lega upp­skrift sem ætti að fá bragðlauk­ana til að titra af eft­ir­vænt­ingu. Ekki að það hljómi neitt sér­stak­lega girni­legt en þið sjáið von­andi hvert verið er að fara með þessu.

Þessi upp­skrift kem­ur frá sóma­hjón­un­um Lauf­ey og Elvari sem reka brugg­húsið og veit­ingastaðinn Ölverk í Hvera­gerði. Þetta er upp­skrift sem get­ur ekki klikkað en ef þið eigið ekki eldofn er óþarfi að ör­vænta. Bakið bara í hefðbundn­um ofni en gott get­ur verið að for­barka deigið aðeins.

Eldbökuð pítsa með beikoni, döðlum og gráðosti

Vista Prenta

Pizza­deig

  • 400 g hveiti, helst „00“
  • 250 ml vatn
  • 10 g salt
  • 1.5 g ger

Aðferð:

  1. Blandið volgu vatni (við stofu­hita) við gerið og leyfið að liggja í 10 mín­út­ur.
  2. Setjið salt út í vatnið og hrærið vel sam­an.
  3. Vigtið hveitið í skál og hellið svo vatn­inu sam­an við hveitið og blandið sam­an.
  4. Þegar þetta er komið ágæt­lega sam­an veltið þessu úr skál­inni og hnoðið á borði í 10 mín­út­ur.
  5. Setjið aft­ur í skál­ina og látið hef­ast í 1 klukku­stund við stofu­hita.
  6. Takið deigið aft­ur úr skál­inni og skiptið í þrennt og mótið kúl­ur úr því.
  7. Geymið kúl­urn­ar und­ir rök­um klút í minnst 2 tíma en allt að 4 tím­um.
  8. Stillið ofn­inn á hæsta hita og hafið blást­ur á. Setjið ofn­plötu neðst í ofn­inn sem snýr öf­ugt. Kveikið á ofni 40 mín­út­um áður en pítsa er sett inn. Gott er að setja pítsuna á smjörpapp­ír og tré­bretti áður en hún fer í ofn.

Áleggið

  • pizzasósa að eig­in vali
  • rif­inn mozzar­ella ost­ur
  • niður­skorn­ar beikonsneiðar
  • döðlur, skorn­ar í smá bita
  • mul­inn gráðost­ur, eft­ir smekk

Setjið áleggið á pítsuna í þess­ari röð: sósa, ost­ur, gráðost­ur, bei­kon og döðlur. Rennið pítsunni svo inn í ofn­inn af tré­brett­inu. Takið hana út þegar þið sjáið að hún er til­bú­in.

Flippaðar pítsur með ölinu. Hjónin Laufey og Elvar eru samstiga …
Flippaðar pítsur með öl­inu. Hjón­in Lauf­ey og Elv­ar eru sam­stiga í vinn­unni en sam­an eiga þau Ölverk. Ásdís Ásgeirs­dótt­ir
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert