Pönnusteikt rauðspretta með smælki

Rauðsprettan lítur grinilega út enda frábær fiskur.
Rauðsprettan lítur grinilega út enda frábær fiskur. Eggert Jóhannesson

Sig­ur­jón Bragi Geirs­son vakti verðskuldaða at­hygli á dög­un­um þegar hann hafnaði í öðru sæti í keppn­inni Kokk­ur Íslands 2018 sem fram fór í Hörpu. Þessi af­bragðs upp­skrift er úr hans smiðju og er í senn ákaf­lega bragðgóð, holl og mann­bæt­andi. Það er nefni­lega fátt betra en að gæða sér á Hollandaise sósu með fiski – sannið til.

Pönnusteikt rauðspretta með smælki

Vista Prenta

Rauðspretta

  • 1 flak
  • Smjör
  • Salt

Aðferð: Rauðsprett­an er flökuð og skor­in í tvennt. Hitið pönnu með olíu. Rauðsprett­an er lögð í pönn­una heita, krydduð til með salti og pip­ar. Þegar rauðsprett­an er far­in að verða gull­in á lit bætið við smjöri og látið það bráðna. Þegar smjörið er bráðnað snúið henni við og ausið með smjör­inu í 30 sek og takið svo af pönn­unni.

Smælki-kart­öfl­ur

  • 4 smælki

Aðferð: Smælki-kart­öfl­ur soðnar með hýðinu þar til mjúk­ar. Kæld­ar með köldu vatni og skorn­ar í tvennt, steikt­ar á pönnu með smjöri og hvít­lauk, smakkaðar til með salti og pip­ar.

Íslensk­ar gul­ræt­ur ofn­bakaðar

  • 1 poki gul­ræt­ur
  • Olía
  • Salt
  • Pip­ar

Aðferð: Gul­ræt­ur í ofnskúffu með olíu, salti og pip­ar. Bakað á 160 í 30 mín. End­inn skor­inn af og skorn­ar í hæfi­lega stærð til að gefa með fisk­in­um. Gott að hita gul­ræt­urn­ar með kart­öfl­un­um þegar þær eru steikt­ar.

Epla- og möndlu­dress­ing

  • 1 grænt epli
  • 50 g möndl­ur heil­ar
  • 1 shallot lauk­ur
  • 50 g dill
  • 20 g ólívu­olía
  • 5 g epla­e­dik

Aðferð: Epli, möndl­ur, shallot-lauk­ur og dill saxað fínt í ílát. Allt sett sam­an með ol­í­unni og ed­ik­inu. Smakkað til með salti

Hollandaise sósa

  • 1 eggj­ar­auða
  • 100 g smjör
  • 1 sítr­óna
  • Salt

Aðferð: Píska eggj­ar­auður yfir hitabaði í 70 gráður. Bræða smjör og hafa það um 60 gráður, blanda smjör­inu var­lega útí eggj­ar­auðurn­ar og hræra stöðugt í blönd­unni. Þegar allt smjörið er komið sam­an við er bara að smakka sós­una til með salti og sítr­ónusafa.

Sigurjón Bragi Geirsson hreppti annað sætið í keppninni Kokkur Íslands …
Sig­ur­jón Bragi Geirs­son hreppti annað sætið í keppn­inni Kokk­ur Íslands 2018. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert