Súkkulaði- og myntu-brownies sem lögðu Morgunblaðið

Sumar súkkulaðikökur eru eitthvað annað og meira. Mynturjómaostakremið gerir kökuna …
Sumar súkkulaðikökur eru eitthvað annað og meira. Mynturjómaostakremið gerir kökuna einstaklega ferska og ljúffenga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn af kost­um þess að vera með til­rauna­eld­hús á vinnustað sín­um er sá að hægt er að gera ýms­ar til­raun­ir á sam­starfs­fólki sínu und­ir yf­ir­skyn­inu „Ekki borða ég þetta allt sjálf.“

Í vik­unni ákvað ég að baka súkkulaði-brownies, eða brúnk­ur eins og það kall­ast víst á ís­lensku, með myntukremi því ég elska allt með súkkulaði og myntu. Þær voru minna flókn­ar en mig hafði grunað og sann­kallaðar bomb­ur.

Rjóma­ostakremið gaf þeim fersk­leika sem veg­ur upp á móti súkkulaðinu og það er skemmst frá því að segja að þó nokkr­ar stun­ur og „high five“ voru til marks um það að út­kom­an var virki­lega góð. Blaðamenn Morg­un­blaðsins gerðu kök­unni góð skil og ég er ekki frá því að frétt­irn­ar hafi runnið hraðar upp úr þeim eft­ir hress­andi syk­ur­sjokk og sæt­leika. 

Upp­skrift­in er sam­an­soðin úr nokkr­um en vissu­lega má nota hvaða brúnku­upp­skrift sem er.

Súkkulaði- og myntu-brownies sem lögðu Morgunblaðið

Vista Prenta

Brúnka með hvítu súkkulaði

225 g smjör, brætt
75 g ósætt kakó
300 g hrá­syk­ur
3 egg og 1 rauða hrærð sam­an
1 tsk. vanillu­drop­ar
½ tsk. salt
40 g hvít­ir súkkulaðidrop­ar (má sleppa)
190 g hveiti, sigtað
2 msk. soðið vatn

Takið út smjör og egg og látið ná stofu­hita.

Hitið ofn­inn upp í 170 gráður. Smyrjið  33 x 23 brownies-mót með smjöri og stetjið smjörpapp­ír ofan í það. Smjörið hjálp­ar papp­írn­um að tolla. Gætið þess að papp­ír­inn nái upp fyr­ir hliðarn­ar svo hægt sé að taka kök­una upp á papp­írs­brún­un­um.

Í stóra skál skal hræra sam­an bráðnuðu smjöri og kakó. Því næst fer syk­ur­inn, egg­in (sem búið er að slá sam­an), vanilla, vatn og salt í skál­ina. Hrærið vel. Bætið sigtuðu hveit­inu var­lega við og gætið þess að of­hræra ekki degið. Bætið hvítu súkkulaðidrop­un­um við og hrærið var­lega.

Smyrjið deig­inu í mótið, deigið er nokkuð þykkt. Bakið í 25 mín­út­ur. Stingið prjóni í til að kom­ast að því hvort brúnk­an er full­bökuð.

Kælið hana í 20 mín­út­ur áður en myntukremið er sett á.

Myntukrem:
100 g smjör við stofu­hita
280 g flór­syk­ur
1 msk. rjómi
100 g rjóma­ost­ur
½ tsk. pip­ar­myntu­drop­ar (smakkið til)

Hærið smjörið í hræri­vél eða með handþeyt­ara í 1-2 mín. uns það verður ljóst og loft­kennt (fluffý). Bætið flór­sykr­in­um ró­lega við. Svo kem­ur rjóm­inn og rjóma­ost­ur­inn. Síðast eru það myntu­drop­arn­ir. Smakkið til. Flipp­haus­ar geta sett smá græn­an mat­ar­lit í kremið.

Smyrjið myntukrem­inu á kök­una og skellið henni í frysti á meðan súkkulaðibráðin er út­bú­in.

Súkkulaðibráð

100 g smjör
220 g dökkt súkkulaði

Bræðið við væg­an hita. Látið blönd­una ná stofu­hita áður en hún er sett ofan á myntukremið. 

Súkkulaðieggin gylltu eru frá Galaxy og eru grenjandi góð. Myntan …
Súkkulaðiegg­in gylltu eru frá Galaxy og eru grenj­andi góð. Mynt­an er svo til­val­in til að skreyta kök­una og fá enn meiri myntuilm. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert