Hin fullkomna bjórostadýfa

Hver fær staðist þessa dásemd?
Hver fær staðist þessa dásemd? Ásdís Ásgeirsdóttir
Bjórostadýfa er dásamlegt fyrirbæri en reyndar er allt sem inniheldur ost fremur frábært. Þessi uppskrift kemur frá sómahjónunum, Laufey og Elvari á veitingastaðnum og brugghúsinu Ölveri í Hveragerði.
Sérlega djúsí og ekki gleyma lauksultunni en uppskriftina er að finna neðst. Lauksulta er heppileg á nánast hvað sem er og í miklu uppáhaldi hjá mörgum.
Ölverk bjórostadýfa
  • 100 g rjómaostur
  • 10 g majónes
  • 10 g rifinn ostur, t.d. tindur, ísbúi eða pizza-ostur
  • 1 msk eplaedik
  • dass pipar mulinn
  • 5 g Ölverk lauksulta (sjá hliðaruppskrift)

Aðferð:

  1. Setjið allt í skál og blandið saman með höndunum.
  2. Setjið í eldfast mót og stráið auka osti yfir og bakið á blæstri við 200°C þar til þetta fer að „búbbla“.
  3. Mjög gott með Pretzel eða jafnvel nachos flögum.

Og hér er uppskriftin af lauksutlunni:

Ölverk lauksulta

  • 200 g rauðlaukur
  • 50 g púðursykur
  • 5 g olía
  • 1,2 g salt
  • 1 dl af bjór
  • dass af pipar

Aðferð:

  1. Skerið lauk í 3 mm sneiðar. Hitið olíu í potti og setjið svo lauk og salt út í. Steikið hann þar til hann er gegnsær, í u.þ.b. 10 mínútur.
  2. Bætið bjór út í og næst er sykrinum hrært saman við. Sjóðið þar til nánast allur bjór er gufaður upp, eða í u.þ.b. klukkutíma. Hrærið reglulega í pottinum. Smakkið til með salti og pipar.
  3. Það má nota hvaða bjór sem er í sultuna en best er að nota vandaðan kraftbjór frá íslensku örbrugghúsi.
  4. Þessi sulta er einnig góð með mörgum ostum, á hamborgarann eða með ostapítsu.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert