Vöfflur Súkkulaðismiðjustúlknanna

Agla María Albertsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Erla Björk Sigurðardóttir, Halla …
Agla María Albertsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Erla Björk Sigurðardóttir, Halla Vigdís Hálfdánardóttir, Katla Rún Garðarsdóttir og Magnea Björg Friðjónsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Súkkulaðismiðjan er hugverk sex súkkulaðiunnandi vinkvenna sem nú hafa hafið sölu á sérlega girnilegum súkkulaðiskeiðum.  „Við erum 6 nemendur í frumkvöðlafræði í Verzlunarskóla Íslands. Fyrirtækið okkar heitir Súkkulaðismiðjan og framleiðum við súkkulaðiskeiðar sem eru settar í heita mjólk og verða að heitu súkkulaði,“ segir Agla María Albertsdóttir. 

Hver var mesta áskoruninn við að hrinda hugmyndinni í framkvæmd?
Mesta áskorunin í þessu ferli var að finna allt sem til þurfti við gerð súkkulaðiskeiðanna og ákveða hvaða bragðtegundir við ættum að framleiða.“

Hvar verður súkkulaðiskeiðin seld og hvað kostar hún?
Súkkulaðiskeiðin verður seld í gegnum Facebook og Instagram til að byrja með. Við stöndum síðan vaktina á vörumessunni í Smáralind þann 7. apríl og hvetjum við fólk til þess að mæta og kaupa vöruna. Verð á vörunni er 600 krónur fyrir allar skeiðarnar en páskaskeiðin er seld á 700 krónur.“

Hvernig hafa viðtökurnar verið ? 
„Viðtökur við Súkkulaðiskeiðunum hafa farið langt fram úr okkar væntingum. Margt fólk hefur spurt fyrir um vöruna og höfum við fundið fyrir miklum áhuga frá fólki. Salan hefur farið vel af stað og vonumst við til þess að það haldi áfram,“ segir Agla og bætir við að nýbakaðar vöfflur séu æðislegar með heitu súkkulaði. Hér deila þær vinkonur skotheldri vöffluuppskrift. 

Klassískar vöffur

300g    hveiti
2 tsk.   lyftiduft
¾ tsk.   matarsódi
½ tsk.   salt
2 ½     tsk. sykur
5 stk.  egg
3 dl     mjólk
1 tsk.   vanilludropar
70g     smjörlíki

Setjið öll þurrefni í skál, látið eggin saman við og hellið mjólkinni rólega yfir og hrærið rólega saman. Hrærið vel þar til öll mjólkin er komin saman við.

Bræðið smjörið og blandið ásamt vanillunni og bakið í vöfflujárni. Gott er að smyrja súkkulaði á vöffluna ásamt rjóma.

Kristinn Magnússon
Girnilegar súkkulaðiskeiðar sem breyta mjólk í heitt súkkulaði á örskotsstundu.
Girnilegar súkkulaðiskeiðar sem breyta mjólk í heitt súkkulaði á örskotsstundu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Heitt súkkulaði? U, já takk!
Heitt súkkulaði? U, já takk! mbl.is/Kristinn Magnússon
Páskaskeiðarnar eru með litlum eggjum.
Páskaskeiðarnar eru með litlum eggjum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka