Heilsteikt lambalæri með beini

Það er fátt páskalegra en lamb og hér gefur að líta uppskrift sem er í senn alveg merkilega auðveld og líka einstaklega bragðgóð. Náttúrulegt bragð lambsins fær sín notið til fullnustu og kryddblandan passar – eins og nafnið gefur til kynna – einstaklega vel við kjötið.

Heilsteikt lambalæri með beini

  • Lambalæri (2,2-3 kg)
  • Bezt á lambið krydd
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Takið oddmjóan beittan hníf og stingið nokkur göt í lærið. Því næst er Bezt á lambið kryddblandan tekin og dreift yfir lærið allan hringinn og svo gott að nudda kryddinu vel inn í lærið.
  2. Því lengri tíma sem kjötið fær að liggja með kryddblönduna á sér í lokuðu íláti því meira bragð tekur það í sig. Mæli með allt að sólarhring.
  3. Gott er að krydda lærið aukalega með salt og pipar rétt áður en það fer inn í ofn.

Steikingartími

  1. 160°C í miðjum ofni í 2- 2½ klst. Tímalengd fer eftir stærðinni á lærinu, gott viðmið er 50-60 mín. á hvert kg.
  2. Ef notaður er blástur á ofninum þarf 10-20°C lægri hita.
  3. Sé notaður kjarnhitamælir skal kjarnhitinn fara í 62-65 °C fyrir meðalsteikingu á kjötinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka