Morgunverðarmúffur eru mikil og góð snilld. Þessa uppskrift fann ég á Brendid.com og breytti lítillega. Ég ætla að prófa næst að setja bláber í staðinn fyrir hnetur en þá þarf að baka þær aðeins lengur.
Það er styst frá því að segja að múffurnar runnu ljúflega niður hjá heimilisfólkinu, mjúkar og sætar en lausar við unninn sykur og almenna óhollustu. Þess í stað eru þær stútfullar af höfrum, banönum, kanil og hnetum og má því í raun grípa eina í morgunmat. Sé sælkerabragur á fólki mætti eflaust toppa þær með rjómaostakremi og tryllast úr hamingju!
Banana- og pekanhnetumúffur