Banana- og pekanhnetumúffur í blandara á mínútum

Hollar og huggulegar með morgunkaffinu. Það er sérstaklega gott að …
Hollar og huggulegar með morgunkaffinu. Það er sérstaklega gott að hita þær upp. mbl.is/Tobba Marinósdóttir

Morgunverðarmúffur eru mikil og góð snilld. Þessa uppskrift fann ég á Brendid.com og breytti lítillega. Ég ætla að prófa næst að setja bláber í staðinn fyrir hnetur en þá þarf að baka þær aðeins lengur.

Það er styst frá því að segja að múffurnar runnu ljúflega niður hjá heimilisfólkinu, mjúkar og sætar en lausar við unninn sykur og almenna óhollustu. Þess í stað eru þær stútfullar af höfrum, banönum, kanil og hnetum og má því í raun grípa eina í morgunmat. Sé sælkerabragur á fólki mætti eflaust toppa þær með rjómaostakremi og tryllast úr hamingju! 

Banana- og pekanhnetumúffur 

Innihaldsefni 
uppskriftin gefur um 18 stk. 

3 bollar haframjöl 
1 bolli stappaðir bananar (2-3 meðalbananar)
1/3 bolli hunang
1 bolli mjólk – ég notaði möndlumjólk 
2 tsk. vanilludropar
2 stór egg
2 tsk. lyftiduft 
1/2 tsk. matarsódi 
1/2 tsk. salt 
3 tsk. kanill 
2/3 pekanhnetur, saxaðar 
18 pekanhnetur – til að toppa með 
Múffuform og olía til að húða þau 

Forhitið ofninn í 180 gráður. 
Ég notaði álmúffuform og spreyjaði þau með kókosolíu. 

Setjið öll innihaldsefnin nema hneturnar í blandarann og maukið uns deig.

Hrærið söxuðu hnetunum saman við.

Látið degið standa í 10 mínútur. 

Fyllið múffuformin en gætið þess að þær munu stækka. Toppið með hnetum – ég toppaði þær einnig með örlitlu múslí sem ég átti til að fá stökkan topp. 

Bakið í 30 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út.
Blóm eru fallegt kökuskraut sem gera allt girnilegra.
Blóm eru fallegt kökuskraut sem gera allt girnilegra. mbl.is/Tobba Marinós
Ljúf morgunstund.
Ljúf morgunstund. mbl.is/Tobba Marinósdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert