Fullkomin páskakaka með vanillukremi

mbl.is/Good Housekeeping
Þessi kaka er með því fallegra sem við höfum séð. Stílhreinar skreytingarnar eru sérdeilis fallegar en hér er um að ræða æt blóm sem hægt er að fá nokkuð víða. Við sjáum samt alveg fyrir okkur að baka svona dásemd í sumar og skella bara nokkrum fallegum stjúpum á kökuna.
Fullkomin páskakaka með vanillukremi
  • 4 1/2 bolli allrahanda heilhveiti
  • 4 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 360 g ósaltað smjör, við stofuhita
  • 450 g sykur
  • 6 stór egg, við stofuhita
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 5 dl mjólk, við stofuhita
Smjörkrem
  • 450 g flórsykur
  • 240 g ósaltað smjör, við stofuhita
  • 2 msk. rjómi
  • 2 tsk. vanilludropar
  • Blóm – til skreytinga
Aðferð:
  1. Kakan: Hitið ofninn í 160 gráður. Smyrjið fjögur 20 cm kringlótt form og setjið smjörpappír í botninn. Í meðalstóra skál skal hræra saman hveiti, lyfitduft og salt.
  2. Í hrærivél skal hræra saman smjör og sykur á miklum hraða uns létt og loftmikið eða í þrjár mínútur. Dragið úr hraðanum og bætið eggjunum saman við, einu í einu. Setjið að lokum vanilludropana saman við.
  3. Dragið úr hraðanum og setjið hveitiblönduna saman við í þremur hlutum á milli þess sem mjólkinni er hellt út í.
  4. Skiptið deiginu milli formanna og bakið uns hægt er að stinga tannstöngli í kökuna og hann kemur út kökulaus eða í 30-35 mínútur.
  5. Takið formin úr ofninum og látið botnana kólna í formunum í 10 mínútur eða svo. Snúið þá formunum við og takið botnana úr og látið þá kólna almennilega.
  6. Notið kökusög, stóran hníf eða tvinna til að skera ofan af kökunni til að botnarnir verði alveg sléttir og kakan raðist almennilega upp.
  7. Smjörkremið: Sigtið flórsykurinn í skál. Í aðra skál (hrærivélaskál) skal þeyta smjörið uns það er orðið ægilega loftmikið og létt.
  8. Dragið úr hraðanum og blandið flórsykrinum rólega saman við á milli þess sem þið setjið rjómann saman við. Að lokum skal setja vanilludropana saman við. Aukið hraðann og þeytið vel í tvær mínútur eða svo.
  9. Samsetning á kökunni: Setjið fyrsta botninn á kökudiskinn, smyrjið vel af smjörkremi á, setjið þá næsta botn yfir og svo koll af kolli. Þegar kakan er orðin samansett skal hjúpa hana alla með smjörkremi. Gott er að setja fyrst þunnt lag til að loka henni og kæla kökuna í skamma stund. Setja síðan afganginn yfir og ná þá fullkomnu yfirlagi. Skreytið áður en þið berið fram og njótið vel.
mbl.is/Good Housekeeping
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert