Danski hönnuðurinn Stine Goya er eitursvöl og því kom það ekki á óvart að eldhúsið hennar væri það líka. Það sem kom hins vegar á óvart var að það er úr IKEA – það er að segja skáparnir en framhliðarnar eru frá Reform sem við höfum áður skrifað um hér á Matarvefnum.
Eins og sjá má á myndunum er eldhúsið algjörlega einstakt. Gullframhliðarnar setja ákveðinn stimpil á eldhúsið sem fær harðkjarna royalista til að kippast til og liturinn á veggjunum er bara fyrir hina hugrökku. Síðast en ekki síst eru það veggljósin sem passa svo vel inn í þetta óvenjulega eldhús að okkur er orða vant.
Húrra fyrir Stine – sem þorir ávallt að vera öðruvísi og veita okkur hinum innblástur.