Fljótlegt pítsarúllubrauð sem börnin elska

Forsetinn myndi kannski ekki borða þessa pítsurúllu en það má …
Forsetinn myndi kannski ekki borða þessa pítsurúllu en það má vel sleppa ananasinum og setja það álegg sem fólk elskar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvernig væri að skella í fljótlegan brauðrétt sem allir á heimilinu elska? Hvort sem það er í kaffitímanum, barnaafmælið, fermingu eða bara næsta partýi þá er pítsarúllan málið. Hver elskar ekki brauðrétti og pítsur? 

Hér setti ég uppáhaldsálegg heimilisfólksins á brauðið en auðvitað má nota það álegg sem hverjum og einum hentar hvað best! 

Hér er komin síðasta uppskriftin í hinu geysivinsæla og girnilega brauðréttaeinvígi Matarvefjarins.

Pítsarúlla

1 gróft rúllutertubrauð 
200 g sveppir, steiktir 
100 ananassneiðar 
20 stk. pepperónísneiðar 
2 dl pítsasósa 
100 g rjómaostur 
180 g rifinn ostur 

Hitið ofninn í 180 gráður.

Opnið brauðið og smyrjið pítsusósu vel út á alla kanta. Gætið þess að bleyta brauðið ekki of mikið. Skiljið smá sósu eftir til að smyrja ofan á rúlluna. 

Dreifið álegginu jafnt yfir brauðið. Þ.e.a.s. pepperóníinu, sveppum, ananasbitum og rjómaostklessum. Dreifið ostinum að lokum yfir líkt og um pítsu væri að ræða. Geymið dulítinn ost til að setja ofan á rúlluna.

Rúllið brauðinu þétt upp. Gott er að nota plastið sem var utan um brauðið til þess. Einnig er gott að geyma rúlluna í plastinu ef ekki á að baka hana strax.

Setjið smá sósu og rifinn ost áður en brauðinu er skellt inn í ofn. Bakið í 15 mínútur. Skreytið með basillaufum og ananassneiðum. 

Einfalt og girnilegt!
Einfalt og girnilegt! mbl.is/Kristinn Magnússon
Hvað setur þú á þína pítsu?
Hvað setur þú á þína pítsu? mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka